Hollywood Reporter segir frá því að grábjörninn (grizzly-björn) hafi drepist í gerði sínu í Utah um helgina.
Björnin Bart birtist fyrst í kvikmynd árið 2004 og hefur „leikið“ á móti stórstjörnum á borð við Robert Redford og Steve Carrell.
Birninum var bjargað í Alaska á sínum tíma og áttu þau Doug og Lynne Seus hjá Vital Ground stofnuninni eftir að sinna honum og þjálfa.
„Við kölluðum hann til að byrja með Litla-Bart en þegar hann var orðinn 650 kíló þá kölluðum við hann einfaldlega Björninn Bart annan,“ segja Seus-hjónin í yfirlýsingu.
Björninn fylgdi í fótspor annars Hollywood-bjarnar og nafna, Bart, sem Seus-hjónin þjálfuðu einnig.
Björninn Bart annar kom fram í myndum á borð við Into the Wild, We Bought a Zoo, Evan Almighty, Without a Paddle, Did You Hear about the Morgans?, Zookeeper, Pete‘s Dragon og sömuleiðis Game of Thrones.