Halda hátíðina í miðju landsliðsverkefni kvenna: „Veit ekki hver f-i þessu upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 12:31 Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg var fyrsta konan til að fá Gullhnöttinn og hátíðin var stór stund fyrir hana. Getty/Aurelien Meunier Á mánudaginn kemur mun Gullhnötturinn vera afhentur til besta knattspyrnufólks heims. Karlarnir áttu þetta svið lengi einir en síðustu ár hafa konurnar fengið hinn svokallaða Ballon d’Or líka. Það sem vekur athygli með verðlaunahátíðina að þessu sinni er að hún er haldin á versta tíma fyrir knattspyrnukonurnar. Jú hátíðin er haldin á tíma þegar það er nokkuð ljóst að engin af knattspyrnukonunum verður í salnum. Nilla Fischer och Magdalena Eriksson kritiska att de missar galan https://t.co/7M21LuQYel— Sportbladet (@sportbladet) November 23, 2021 Á mánudaginn eru þær sem koma til greina nefnilega flestar uppteknar í landsliðsverkefnum enda landsleikjagluggi kvennaliðanna í gangi. Sænska landsliðskonan Nilla Fischer var mjög ósátt með þetta í viðtali við Sportbladet. „Ég veit ekki hver f-i þessu upp en þetta er viðburður sem við allar eigum að geta mætt á,“ sagði Nilla Fischer. Magdalena Eriksson er fyrirliði Chelsea og ein þeirra tuttugu knattspyrnukvenna sem er tilnefnd til verðlaunanna. Athöfnin fer fram á mánudaginn í París en kvöldið eftir er hún að spila með sænska landsliðinu á móti Slóvakíu í undankeppni HM. „Mér finnst það mjög óheppilegt að þeim hafi ekki tekist að finna tímapunkt fyrir hátíðina sem hentar dagatali beggja kynja. Sú sem vinnur Gullhnöttinn fær ekki tækifæri til að vera á staðnum og taka á móti honum. Það er mjög leiðinlegt því þetta er stór stund á ferli hvers leikmanns,“ sagði Magdalena Eriksson. Þetta er í þriðja sinn sem konurnar fá Gullhnöttinn frá France Football. „Auðvitað er ég þreytt á því að hlutirnir séu alltaf svona og það er engin vafi á því að þeir ættu að finna stað og stund svo að konurnar geti mætt líka, sagði Nilla Fischer en sænska landsliðkonan vill samt horfa jákvætt fram á veginn. Hún hefur verið lengi í fremstu röð og hefur á þeim tíma orðið vitni af miklum breytingum. „Þetta verður örugglega betra í framtíðinni. Stundum förum við tvö skref fram á við en þurfum síðan að taka eitt skref til baka. Allar breytingar taka tíma. Við erum samt á góðri leið og það má sjá á þeim breytingum sem hafa orðið hjá félögunum í Evrópu og á síðustu stórmótum sem hafa öll verið frábær. Við erum því á leið í rétt átt,“ sagði Fischer. Fótbolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
Það sem vekur athygli með verðlaunahátíðina að þessu sinni er að hún er haldin á versta tíma fyrir knattspyrnukonurnar. Jú hátíðin er haldin á tíma þegar það er nokkuð ljóst að engin af knattspyrnukonunum verður í salnum. Nilla Fischer och Magdalena Eriksson kritiska att de missar galan https://t.co/7M21LuQYel— Sportbladet (@sportbladet) November 23, 2021 Á mánudaginn eru þær sem koma til greina nefnilega flestar uppteknar í landsliðsverkefnum enda landsleikjagluggi kvennaliðanna í gangi. Sænska landsliðskonan Nilla Fischer var mjög ósátt með þetta í viðtali við Sportbladet. „Ég veit ekki hver f-i þessu upp en þetta er viðburður sem við allar eigum að geta mætt á,“ sagði Nilla Fischer. Magdalena Eriksson er fyrirliði Chelsea og ein þeirra tuttugu knattspyrnukvenna sem er tilnefnd til verðlaunanna. Athöfnin fer fram á mánudaginn í París en kvöldið eftir er hún að spila með sænska landsliðinu á móti Slóvakíu í undankeppni HM. „Mér finnst það mjög óheppilegt að þeim hafi ekki tekist að finna tímapunkt fyrir hátíðina sem hentar dagatali beggja kynja. Sú sem vinnur Gullhnöttinn fær ekki tækifæri til að vera á staðnum og taka á móti honum. Það er mjög leiðinlegt því þetta er stór stund á ferli hvers leikmanns,“ sagði Magdalena Eriksson. Þetta er í þriðja sinn sem konurnar fá Gullhnöttinn frá France Football. „Auðvitað er ég þreytt á því að hlutirnir séu alltaf svona og það er engin vafi á því að þeir ættu að finna stað og stund svo að konurnar geti mætt líka, sagði Nilla Fischer en sænska landsliðkonan vill samt horfa jákvætt fram á veginn. Hún hefur verið lengi í fremstu röð og hefur á þeim tíma orðið vitni af miklum breytingum. „Þetta verður örugglega betra í framtíðinni. Stundum förum við tvö skref fram á við en þurfum síðan að taka eitt skref til baka. Allar breytingar taka tíma. Við erum samt á góðri leið og það má sjá á þeim breytingum sem hafa orðið hjá félögunum í Evrópu og á síðustu stórmótum sem hafa öll verið frábær. Við erum því á leið í rétt átt,“ sagði Fischer.
Fótbolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira