Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2021 08:10 Meðal gagnanna eru punktar frá öðrum föngum þar sem þeir lýsa því sem Epstein er að gera á hverjum tíma. Myndin sýnir klefa Epstein eftir að hann lést. Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. Þetta sýna gögn sem New York Times hefur undir höndum en þau gefa mynd af síðasta mánuðinum sem Epstein var á lífi. Samkvæmt gögnunum sagðist Epstein í samtali við sálfræðing í fangelsinu ekki hafa nokkurn áhuga á að taka eigið líf; hann væri „heigull“ og þyldi ekki sársauka. Samtalið átti sér stað nokkrum vikum eftir að hann gerði sjálfsvígstilraun og tveimur vikum áður en hann lést. Jeffrey Epstein. Það kvöld sagðist Epstein langa til að tala við móður sína í síma en hún var í raun löngu látin. Þess í stað hringdi hann í kærustu sína. Um nóttina var hann látinn vera einn í klefa, þrátt fyrir fyrirmæli um að hann ætti að hafa klefafélaga. Samkvæmt gögnunum varði Epstein löngum stundum í fundarherbergjum með lögmönnum sínum, kvartaði undan appelsínugulum fangabúningnum, svefnerfiðleikum og klósettinu í klefanum sínum. Þá ræddi hann við starfsmenn og fanga um áhuga sinn á stærðfræði og eðlisfræði og veitti þeim fjárfestingaráð. Honum varð einnig tíðrætt um frægt fólk sem hann umgekkst áður. New York Times segir gögnin ekki renna stoðum undir þær samsæriskenningar að Epstein hafi verið ráðinn bani en hins vegar sé ljóst að mörg mistök hafi verið gerð. Á innskráningarblaði var Epstein til að mynda lýst sem svörtum og þá var gefið til kynna að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þrátt fyrir að hann væri sannarlega skráður kynferðisbrotamaður í Flórída. Ekki var fylgst með símtölum hans eins og reglur fangelsisins kveða á um. Í skýrslu fangelsissálfræðinga segir að Epstein hafi byggt sjálfsmynd sína á auð sínum og völdum og tengslum við aðra þekkta einstaklinga. Stöðumissir, skortur á samskiptum við aðra og líkurnar á langri fangelsvist hafi líklega átt þátt í því að svo fór sem fór. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þetta sýna gögn sem New York Times hefur undir höndum en þau gefa mynd af síðasta mánuðinum sem Epstein var á lífi. Samkvæmt gögnunum sagðist Epstein í samtali við sálfræðing í fangelsinu ekki hafa nokkurn áhuga á að taka eigið líf; hann væri „heigull“ og þyldi ekki sársauka. Samtalið átti sér stað nokkrum vikum eftir að hann gerði sjálfsvígstilraun og tveimur vikum áður en hann lést. Jeffrey Epstein. Það kvöld sagðist Epstein langa til að tala við móður sína í síma en hún var í raun löngu látin. Þess í stað hringdi hann í kærustu sína. Um nóttina var hann látinn vera einn í klefa, þrátt fyrir fyrirmæli um að hann ætti að hafa klefafélaga. Samkvæmt gögnunum varði Epstein löngum stundum í fundarherbergjum með lögmönnum sínum, kvartaði undan appelsínugulum fangabúningnum, svefnerfiðleikum og klósettinu í klefanum sínum. Þá ræddi hann við starfsmenn og fanga um áhuga sinn á stærðfræði og eðlisfræði og veitti þeim fjárfestingaráð. Honum varð einnig tíðrætt um frægt fólk sem hann umgekkst áður. New York Times segir gögnin ekki renna stoðum undir þær samsæriskenningar að Epstein hafi verið ráðinn bani en hins vegar sé ljóst að mörg mistök hafi verið gerð. Á innskráningarblaði var Epstein til að mynda lýst sem svörtum og þá var gefið til kynna að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þrátt fyrir að hann væri sannarlega skráður kynferðisbrotamaður í Flórída. Ekki var fylgst með símtölum hans eins og reglur fangelsisins kveða á um. Í skýrslu fangelsissálfræðinga segir að Epstein hafi byggt sjálfsmynd sína á auð sínum og völdum og tengslum við aðra þekkta einstaklinga. Stöðumissir, skortur á samskiptum við aðra og líkurnar á langri fangelsvist hafi líklega átt þátt í því að svo fór sem fór. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira