Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 16:31 Sænska þingið samþykkti í morgun að Magdalena Andersson yrði nýr forsætisráðherra landsins. Síðan þá hefur mikið dregið til tíðinda. EPA Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. Andersson, sem varð í morgun fyrsta konan til að taka við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti um afsögnina þar sem þörf er á nýrri atkvæðagreiðslu um nýjan forsætisráðherra sökum ákvörðunar Græningja að hverfa úr ríkisstjórn. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að forsætisráðherra segi formlega af sér, fari svo að flokkur hverfi úr samsteypustjórn. Hún sagðist þú reiðubúin að leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins, en til þess þarf nýja atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem meirihluti þingmanna þarf að umbera þann sem þingforseti tilnefnir til forsætisráðherra, það er ekki greiða atkvæði gegn viðkomandi. Leiðtogar Græningja, þau Per Bolund og Märta Stenevi, greindu frá ákvörðun Græningja að segja skilið við ríkisstjórnina á blaðamannafundi síðdegis í dag og rökstuddu málið á þann veg að flokkurinn gæti ekki hugsað sér að stýra landinu á fjárlögum sem hægriöfgaflokkur hafi komið að. Vísuðu þau þar til Svíþjóðardemókrata, en þeir lögðu fram sameiginlegt fjárlagafrumvarp ásamt hægriflokknum Moderaterna og Kristilegum demókrötum. Bolund og Stenevi sögðust jafnframt mjög vonsvikin með ákvörðun Miðflokksins, sem hefur varið stjórnina falli, að leggja fram sitt eigið fjárlagafrumvarp sem varð til þess að fjárlagafrumvarp stjórnarandstöðunnar varð ofan á. Þar sem Græningjar hverfa nú úr ríkisstjórn þarf nýja atkvæðagreiðslu um forsætisráðherra og segjast þau Bolund og Stenevi reiðubúin að greiða atkvæði með Andersson, verði hún tilnefnd af þingforseta á nýjan leik. Andersson hafði gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Stefan Löfven tilkynnti í haust að hann hugðist segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í tengslum við flokksþing Jafnaðarmannaflokksins sem fram fór í byrjun þessa mánaðar. Var Andersson valinn nýr formaður á þinginu og tók svo við sem forsætisráðherra í morgun. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Andersson, sem varð í morgun fyrsta konan til að taka við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti um afsögnina þar sem þörf er á nýrri atkvæðagreiðslu um nýjan forsætisráðherra sökum ákvörðunar Græningja að hverfa úr ríkisstjórn. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að forsætisráðherra segi formlega af sér, fari svo að flokkur hverfi úr samsteypustjórn. Hún sagðist þú reiðubúin að leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins, en til þess þarf nýja atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem meirihluti þingmanna þarf að umbera þann sem þingforseti tilnefnir til forsætisráðherra, það er ekki greiða atkvæði gegn viðkomandi. Leiðtogar Græningja, þau Per Bolund og Märta Stenevi, greindu frá ákvörðun Græningja að segja skilið við ríkisstjórnina á blaðamannafundi síðdegis í dag og rökstuddu málið á þann veg að flokkurinn gæti ekki hugsað sér að stýra landinu á fjárlögum sem hægriöfgaflokkur hafi komið að. Vísuðu þau þar til Svíþjóðardemókrata, en þeir lögðu fram sameiginlegt fjárlagafrumvarp ásamt hægriflokknum Moderaterna og Kristilegum demókrötum. Bolund og Stenevi sögðust jafnframt mjög vonsvikin með ákvörðun Miðflokksins, sem hefur varið stjórnina falli, að leggja fram sitt eigið fjárlagafrumvarp sem varð til þess að fjárlagafrumvarp stjórnarandstöðunnar varð ofan á. Þar sem Græningjar hverfa nú úr ríkisstjórn þarf nýja atkvæðagreiðslu um forsætisráðherra og segjast þau Bolund og Stenevi reiðubúin að greiða atkvæði með Andersson, verði hún tilnefnd af þingforseta á nýjan leik. Andersson hafði gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Stefan Löfven tilkynnti í haust að hann hugðist segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í tengslum við flokksþing Jafnaðarmannaflokksins sem fram fór í byrjun þessa mánaðar. Var Andersson valinn nýr formaður á þinginu og tók svo við sem forsætisráðherra í morgun.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07