Röðull, Ruby Tuesday og nú fjölbreytt hverfiskaffihús Eiður Þór Árnason skrifar 24. nóvember 2021 23:50 Dagný Maggýjar og Kikka K. M. Sigurðardóttir vinna nú hörðum höndum að því að endurinnrétta rýmið. Vísir/Vilhelm Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda. Í forsvari fyrir verkefnið eru Kikka K. M. Sigurðardóttir og Dagný Maggýjar sem hafa komið víða við í íslensku listalífi. Hafa þær borið ófáa hatta á því sviði, hvort sem það er rithöfundur, sjálfstæður útgefandi, leikritahöfundur, sjónvarpsþáttagerðamaður, sýningarstjóri, ritstjóri, prófarkalesari, kynningarstjóri eða sérfræðingur í menningarstjórnun. Aðstandendur Bókasamlagsins verða seint sakaðir um skorta metnað og er óhætt að segja að þau aðalsmerki einkenni nýjasta vettvang þeirra. Báðar hafa þær gefið út eigin bækur og vilja nú hjálpa óreyndum höfundum að forðast þær gryfjur sem þær féllu í á sínum fyrstu skrefum. Útkoman er Bókasamlagið og sækir í ákveðna samlagshugsjón sem birtist lengi vel í áhrifamiklum kaupfélögum sem höfðu mótandi áhrif á nærsamfélag sitt. Markmiðið er að bylta stöðu sjálfstæðra útgefenda á Íslandi. Vilja ná lengra í krafti fjöldans „Þú skráir þig í samlagið og færð til dæmis afslátt á kaffihúsinu, afslátt af vinnuaðstöðu, aðgang að námskeiðum, ýmislegri þjónustu og fleira, og þessa tilfinningu að þú sért hluti af einhverju,“ segir Kikka og bætir við að grunnhugmyndin sé sú að rithöfundar og sjálfstæðir útgefendur standi sterkari fótum þegar þeir vinni saman. „Við erum báðar að norðan svo kannski eru þetta KEA-áhrifin,“ segir Dagný létt í bragði og vísar þar til hins fornfræga Kaupfélags Eyfirðinga sem var um tíma stærsti atvinnurekandi á Norðurlandi. Hvað sem því líður segja þær stöllur markmið Bókasamlagsins vera að aðstoða sjálfstæða útgefendur, auka fjölbreytni og nýsköpun í útgáfu og gera öllum kleift að gefa út sína bók. Stefnan sé að bjóða höfundum upp á leiðsögn allt frá því að hugmynd kviknar og þar til lokaafurðinni er dreift í verslanir eða á efnisveitur. Einnig verði höfundar tengdir við fólk sem geti aðstoðað við ritstjórn, prófarkalestur, hönnun eða markaðssetningu. Til stendur að opna Bókasamlagið í lok desember en þar verður meðal annars hægt að finna aðstöðu fyrir höfunda og bókaklúbba og síðar hljóðver og lageraðstöðu. Bókasamlagið verður til húsa á horni Skipholts og Nóatúns. Vísir/Vilhelm Hugmynd sem vatt upp á sig „Þegar maður er sjálfstæður útgefandi og framleiðandi þá er maður alltaf í símanum að tala við fólk sem vill fara fram eða gefa út,“ segir Kikka. Upp úr því spratt sú hugmynd að skapa vettvang þar sem sjálfstæðir höfundar geta komið saman og verið í samlagi um útgáfu, dreifingu, prentun og fleira. „Og síðan þróaðist hugmyndin bara út í hverfiskaffihús og bókabúð og upptökustúdíó og bara allt sem hugurinn girnist,“ bætir Kikka við. Dagný grípur þráðinn og lýsir Bókasamlaginu sem allsherjar menningarmiðstöð. „Sjálfstæðum höfundum er alltaf að fjölga og möguleikarnir eru miklu meiri í útgáfu í dag þannig að við erum svolítið að bjóða þeim vettvang til að skapa og fá stuðning. Þau geta komið hingað og verið með útgáfuhófin hér, nýtt sér aðstöðuna hérna, þekkinguna og bara setið og skrifað.“ Bókasamlagið verði ekki hagnaðardrifið heldur einblíni frekar á það að auka tekjur höfunda af verkum sínum. Dagný heldur áfram: Við viljum reyna að tengja fólk saman og það er þessi samlagshugsjón; við erum sterkari saman og við viljum styðja við sjálfstæða höfunda, af því að það er svo mikil fjölbreytni þar og gróska. „Með okkar þekkingu og reynslu getum við í rauninni hjálpað þér að gera þetta á ódýrari hátt vegna þess að við erum búin að reka okkur á þetta allt saman.“ Til að mynda standi til að bjóða fram mentora sem geti leitt höfunda í gegnum ferlið. „Við veitum ráðgjöf og stuðning, hvort sem þig vantar bara ritstjóra eða prófarkalesara. Þú getur bara valið hvaða þjónustu þú vilt nýta þér,“ segir Dagný. „Við viljum vera með fagfólk, myndskreyta, prófarkalesara, ritstjóra og annað fólk sem getur þá selt sína vinnu til höfunda.“ Miklar tæknibreytingar hafa átt sér stað í prentun á síðustu áratugum.Getty/Focusstock Einyrkjar týnst í bókaflóðinu Kikka segir bókaforlögin leggja of mikla áherslu á rithöfunda sem selji bækur í risaupplögum og vanræki að mörgu leyti minni höfunda sem eigi oft erfitt uppdráttar. Gefum bara út fleiri titla í færri eintökum og leyfum öllum að njóta sín. Það er pláss fyrir allt. Við höfnum því að það eigi allt að seljast í bílförmum, það má líka bara selja örfáar bækur af góðu höfundaverki. Vonast Kikka til þess að Bókasamlagið eigi eftir að hjálpa til við að ýta þróuninni í þessa átt og auka um leið fjölbreytni á bókamarkaðnum. „Ég hef bæði gefið út sjálf og með útgefendum og fæ alltaf miklu meira fyrir minn snúð þegar ég geri þetta sjálf. Þá fæ ég allt til mín en sé auðvitað um kostnaðinn og vinnuna.“ Er Bókasamlaginu ætlað að lækka þennan þröskuld og minnka kostnað sjálfstæðra bókaútgefenda með því að ná fram stærðarhagkvæmni í samningum við prentsmiðjur og aðra birgja. Á sama tíma sleppi höfundar við að framselja eða afsala sér höfundarrétti sínum. Ný bókaform gjörbreytt landslaginu Dagný bendir á að hljóðbækur hafi komið sterkt inn á bókamarkaðinn á síðustu árum og þess vegna stefni Bókasamlagið að því að bjóða upp á fullkomið hljóðver sem fólk geti nýtt til að taka upp hljóðbækur og hlaðvörp undir handleiðslu. Bókaútgáfan er að breytast svo mikið. Hún er að verða fjölbreyttari, hún er aðgengileg fyrir hvern sem er og það getur hver sem er gefið út bók. Einnig sé hægt að notast við aðferðir eins og forsölu og hópfjármögnun sem dragi úr þeirri fjárhagslegu áhættu sem sjálfstæður útgefandi þarf að taka á sig. Þannig er búið að borga bækurnar áður en þær koma úr prentun. Sífellt fleiri hlusta nú á ritverk á hjóðbókaformi.Getty/Sebastian Leesch „Það þarf ekki að prenta allt í stóru upplagi. Í dag er tæknin þannig að það er bara hægt að prenta jafnóðum sem er auðvitað rosalega gott fyrir litla höfunda sem hafa kannski áður prentað of mikið,“ segir Dagný. Kikka bætir við að það sé líka óþarfi að prenta allar bækur með tilheyrandi kostnaði nú þegar notkun rafbóka og hljóðbóka hefur stóraukist. Hún telur að örar breytingar í bókaútgáfu hafi ekki skilað sér nægilega vel í vasa höfunda. „Höfundar eru enn þá bara með 23% af heildsöluverði bókar þó að allur kostnaður við framleiðsluna hafi breyst og jafnvel minnkað.“ Hreinræktuð bókabúð „Við erum líka að fara að setja upp alvöru bókabúð. Þetta er ekki ritfangaverslun með bækur, þetta er bókabúð sem snýst bara um bækur og við ætlum að gera það af alúð,“ segir Dagný. Hún gaf síðast út bókina Lífið á vellinum á seinasta ári og segist hafa liðið eins og hún hafi staðið ein á móti stóru forlögunum. Erfitt sé fyrir sjálfstæða útgefendur að vera sýnilegir. Ég fór í bókabúð og bókina mína var hvergi að finna. Hún fannst eftir mikla leit einhvers staðar hjá matreiðslubókunum en það vissi enginn hvaða bók þetta var, hver höfundurinn var og ekki einu sinni hvar hún var. Við viljum frekar að við séum að selja einhverja vöru sem við þekkjum og brennum fyrir. Dagný bætir við að það geti verið dapurlegt að sjá verk sem höfundur hafi lagt mikla orku og ástríðu í týnast inn á milli metsölubókanna. Fáir nýti sér styrki og úrræði stjórnvalda Í samræmi við sýn Kikku og Dagnýjar um alhliða stuðning við sjálfstæða höfunda er stefnt að því að Bókasamlagið muni ekki síst bjóða höfundum aðgang að lageraðstöðu. „Það eru margir höfundar í vandræðum með lager af bókum sem þau sitja uppi með heima og eiga kannski erfitt með að geyma. Svo við stefnum á að geta boðið á það og dreifingu í verslanir sem er rosaleg vinna fyrir einyrkja,“ segir Dagný. Einnig verði leitast við að hjálpa höfundum að sækja um hina ýmsu styrki en lokaverkefni Kikku í menningarstjórnun leiddi í ljós að fáir einyrkjar nýta sér styrki og úrræði stjórnvalda á borð við endurgreiðslu framleiðslukostnaðar sem geti skipt sköpum fyrir útgefendur. Stefnt er að því að opna Bókasamlagið fyrir lok desember en Dagný og Kikka segjast finna fyrir mikilli eftirvæntingu meðal íbúa í hverfinu. Húsnæðið í Skipholti hefur verið tómt í nokkur ár eftir að veitingastaðurinn Ruby Tuesday lokaði dyrum sínum. Ísland er nú þegar ein afkastamesta bókmenntaþjóð í heimi. Kikka og Dagný vilja ekki láta þar við sitja. Vísir/Vilhelm Vill endurskapa rómantíska minningu Kikka segir að hjólin hafi farið að snúast þegar hún setti sig í samband við eiganda hússins og kynnti honum hugmyndir hópsins að baki Bókasamlaginu en sá hafði beðið lengi eftir því að hverfiskaffihús yrði opnað í rýminu. Hún bætir við að lögð verði áhersla lögð á að skapa notalegt andrúmsloft en sjálf hefur hún eytt ófáum stundum á kaffihúsum í gegnum tíðina. „Mig langar til dæmis að vera með krakkakaffi um helgar og fá fjölskylduna hingað í nokkra tíma á laugardags og sunnudagsmorgnum til að slaka á og eiga góðar stundir,“ segir Kikka og heldur áfram: Þegar ég bjó með í Danmörku með litlu krakkana mína þá héngum við alltaf á einhverjum kaffihúsum á laugardagsmorgnum þar sem krakkarnir voru að leika sér og við drukkum kaffi. Þetta er einhver rómantísk minning sem ég á og vil endurskapa hér. Börn eru líka fólk og við viljum fá þau á kaffihúsið. Allir verði því velkomnir, sama hvort þeir vilji eiga stund milli stríða eða vinna að næsta meistaraverki. Kikka og Dagný hvetja alla áhugasama til að skrá sig í Bókasamlagið eða fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlum. Því fleiri sem taki þátt því betur sé hægt að styðja við höfunda. „Við viljum nýsköpun, við viljum að allir fái að gefa út bókina sína og við viljum hjálpa til með það.“ Bókaútgáfa Veitingastaðir Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í forsvari fyrir verkefnið eru Kikka K. M. Sigurðardóttir og Dagný Maggýjar sem hafa komið víða við í íslensku listalífi. Hafa þær borið ófáa hatta á því sviði, hvort sem það er rithöfundur, sjálfstæður útgefandi, leikritahöfundur, sjónvarpsþáttagerðamaður, sýningarstjóri, ritstjóri, prófarkalesari, kynningarstjóri eða sérfræðingur í menningarstjórnun. Aðstandendur Bókasamlagsins verða seint sakaðir um skorta metnað og er óhætt að segja að þau aðalsmerki einkenni nýjasta vettvang þeirra. Báðar hafa þær gefið út eigin bækur og vilja nú hjálpa óreyndum höfundum að forðast þær gryfjur sem þær féllu í á sínum fyrstu skrefum. Útkoman er Bókasamlagið og sækir í ákveðna samlagshugsjón sem birtist lengi vel í áhrifamiklum kaupfélögum sem höfðu mótandi áhrif á nærsamfélag sitt. Markmiðið er að bylta stöðu sjálfstæðra útgefenda á Íslandi. Vilja ná lengra í krafti fjöldans „Þú skráir þig í samlagið og færð til dæmis afslátt á kaffihúsinu, afslátt af vinnuaðstöðu, aðgang að námskeiðum, ýmislegri þjónustu og fleira, og þessa tilfinningu að þú sért hluti af einhverju,“ segir Kikka og bætir við að grunnhugmyndin sé sú að rithöfundar og sjálfstæðir útgefendur standi sterkari fótum þegar þeir vinni saman. „Við erum báðar að norðan svo kannski eru þetta KEA-áhrifin,“ segir Dagný létt í bragði og vísar þar til hins fornfræga Kaupfélags Eyfirðinga sem var um tíma stærsti atvinnurekandi á Norðurlandi. Hvað sem því líður segja þær stöllur markmið Bókasamlagsins vera að aðstoða sjálfstæða útgefendur, auka fjölbreytni og nýsköpun í útgáfu og gera öllum kleift að gefa út sína bók. Stefnan sé að bjóða höfundum upp á leiðsögn allt frá því að hugmynd kviknar og þar til lokaafurðinni er dreift í verslanir eða á efnisveitur. Einnig verði höfundar tengdir við fólk sem geti aðstoðað við ritstjórn, prófarkalestur, hönnun eða markaðssetningu. Til stendur að opna Bókasamlagið í lok desember en þar verður meðal annars hægt að finna aðstöðu fyrir höfunda og bókaklúbba og síðar hljóðver og lageraðstöðu. Bókasamlagið verður til húsa á horni Skipholts og Nóatúns. Vísir/Vilhelm Hugmynd sem vatt upp á sig „Þegar maður er sjálfstæður útgefandi og framleiðandi þá er maður alltaf í símanum að tala við fólk sem vill fara fram eða gefa út,“ segir Kikka. Upp úr því spratt sú hugmynd að skapa vettvang þar sem sjálfstæðir höfundar geta komið saman og verið í samlagi um útgáfu, dreifingu, prentun og fleira. „Og síðan þróaðist hugmyndin bara út í hverfiskaffihús og bókabúð og upptökustúdíó og bara allt sem hugurinn girnist,“ bætir Kikka við. Dagný grípur þráðinn og lýsir Bókasamlaginu sem allsherjar menningarmiðstöð. „Sjálfstæðum höfundum er alltaf að fjölga og möguleikarnir eru miklu meiri í útgáfu í dag þannig að við erum svolítið að bjóða þeim vettvang til að skapa og fá stuðning. Þau geta komið hingað og verið með útgáfuhófin hér, nýtt sér aðstöðuna hérna, þekkinguna og bara setið og skrifað.“ Bókasamlagið verði ekki hagnaðardrifið heldur einblíni frekar á það að auka tekjur höfunda af verkum sínum. Dagný heldur áfram: Við viljum reyna að tengja fólk saman og það er þessi samlagshugsjón; við erum sterkari saman og við viljum styðja við sjálfstæða höfunda, af því að það er svo mikil fjölbreytni þar og gróska. „Með okkar þekkingu og reynslu getum við í rauninni hjálpað þér að gera þetta á ódýrari hátt vegna þess að við erum búin að reka okkur á þetta allt saman.“ Til að mynda standi til að bjóða fram mentora sem geti leitt höfunda í gegnum ferlið. „Við veitum ráðgjöf og stuðning, hvort sem þig vantar bara ritstjóra eða prófarkalesara. Þú getur bara valið hvaða þjónustu þú vilt nýta þér,“ segir Dagný. „Við viljum vera með fagfólk, myndskreyta, prófarkalesara, ritstjóra og annað fólk sem getur þá selt sína vinnu til höfunda.“ Miklar tæknibreytingar hafa átt sér stað í prentun á síðustu áratugum.Getty/Focusstock Einyrkjar týnst í bókaflóðinu Kikka segir bókaforlögin leggja of mikla áherslu á rithöfunda sem selji bækur í risaupplögum og vanræki að mörgu leyti minni höfunda sem eigi oft erfitt uppdráttar. Gefum bara út fleiri titla í færri eintökum og leyfum öllum að njóta sín. Það er pláss fyrir allt. Við höfnum því að það eigi allt að seljast í bílförmum, það má líka bara selja örfáar bækur af góðu höfundaverki. Vonast Kikka til þess að Bókasamlagið eigi eftir að hjálpa til við að ýta þróuninni í þessa átt og auka um leið fjölbreytni á bókamarkaðnum. „Ég hef bæði gefið út sjálf og með útgefendum og fæ alltaf miklu meira fyrir minn snúð þegar ég geri þetta sjálf. Þá fæ ég allt til mín en sé auðvitað um kostnaðinn og vinnuna.“ Er Bókasamlaginu ætlað að lækka þennan þröskuld og minnka kostnað sjálfstæðra bókaútgefenda með því að ná fram stærðarhagkvæmni í samningum við prentsmiðjur og aðra birgja. Á sama tíma sleppi höfundar við að framselja eða afsala sér höfundarrétti sínum. Ný bókaform gjörbreytt landslaginu Dagný bendir á að hljóðbækur hafi komið sterkt inn á bókamarkaðinn á síðustu árum og þess vegna stefni Bókasamlagið að því að bjóða upp á fullkomið hljóðver sem fólk geti nýtt til að taka upp hljóðbækur og hlaðvörp undir handleiðslu. Bókaútgáfan er að breytast svo mikið. Hún er að verða fjölbreyttari, hún er aðgengileg fyrir hvern sem er og það getur hver sem er gefið út bók. Einnig sé hægt að notast við aðferðir eins og forsölu og hópfjármögnun sem dragi úr þeirri fjárhagslegu áhættu sem sjálfstæður útgefandi þarf að taka á sig. Þannig er búið að borga bækurnar áður en þær koma úr prentun. Sífellt fleiri hlusta nú á ritverk á hjóðbókaformi.Getty/Sebastian Leesch „Það þarf ekki að prenta allt í stóru upplagi. Í dag er tæknin þannig að það er bara hægt að prenta jafnóðum sem er auðvitað rosalega gott fyrir litla höfunda sem hafa kannski áður prentað of mikið,“ segir Dagný. Kikka bætir við að það sé líka óþarfi að prenta allar bækur með tilheyrandi kostnaði nú þegar notkun rafbóka og hljóðbóka hefur stóraukist. Hún telur að örar breytingar í bókaútgáfu hafi ekki skilað sér nægilega vel í vasa höfunda. „Höfundar eru enn þá bara með 23% af heildsöluverði bókar þó að allur kostnaður við framleiðsluna hafi breyst og jafnvel minnkað.“ Hreinræktuð bókabúð „Við erum líka að fara að setja upp alvöru bókabúð. Þetta er ekki ritfangaverslun með bækur, þetta er bókabúð sem snýst bara um bækur og við ætlum að gera það af alúð,“ segir Dagný. Hún gaf síðast út bókina Lífið á vellinum á seinasta ári og segist hafa liðið eins og hún hafi staðið ein á móti stóru forlögunum. Erfitt sé fyrir sjálfstæða útgefendur að vera sýnilegir. Ég fór í bókabúð og bókina mína var hvergi að finna. Hún fannst eftir mikla leit einhvers staðar hjá matreiðslubókunum en það vissi enginn hvaða bók þetta var, hver höfundurinn var og ekki einu sinni hvar hún var. Við viljum frekar að við séum að selja einhverja vöru sem við þekkjum og brennum fyrir. Dagný bætir við að það geti verið dapurlegt að sjá verk sem höfundur hafi lagt mikla orku og ástríðu í týnast inn á milli metsölubókanna. Fáir nýti sér styrki og úrræði stjórnvalda Í samræmi við sýn Kikku og Dagnýjar um alhliða stuðning við sjálfstæða höfunda er stefnt að því að Bókasamlagið muni ekki síst bjóða höfundum aðgang að lageraðstöðu. „Það eru margir höfundar í vandræðum með lager af bókum sem þau sitja uppi með heima og eiga kannski erfitt með að geyma. Svo við stefnum á að geta boðið á það og dreifingu í verslanir sem er rosaleg vinna fyrir einyrkja,“ segir Dagný. Einnig verði leitast við að hjálpa höfundum að sækja um hina ýmsu styrki en lokaverkefni Kikku í menningarstjórnun leiddi í ljós að fáir einyrkjar nýta sér styrki og úrræði stjórnvalda á borð við endurgreiðslu framleiðslukostnaðar sem geti skipt sköpum fyrir útgefendur. Stefnt er að því að opna Bókasamlagið fyrir lok desember en Dagný og Kikka segjast finna fyrir mikilli eftirvæntingu meðal íbúa í hverfinu. Húsnæðið í Skipholti hefur verið tómt í nokkur ár eftir að veitingastaðurinn Ruby Tuesday lokaði dyrum sínum. Ísland er nú þegar ein afkastamesta bókmenntaþjóð í heimi. Kikka og Dagný vilja ekki láta þar við sitja. Vísir/Vilhelm Vill endurskapa rómantíska minningu Kikka segir að hjólin hafi farið að snúast þegar hún setti sig í samband við eiganda hússins og kynnti honum hugmyndir hópsins að baki Bókasamlaginu en sá hafði beðið lengi eftir því að hverfiskaffihús yrði opnað í rýminu. Hún bætir við að lögð verði áhersla lögð á að skapa notalegt andrúmsloft en sjálf hefur hún eytt ófáum stundum á kaffihúsum í gegnum tíðina. „Mig langar til dæmis að vera með krakkakaffi um helgar og fá fjölskylduna hingað í nokkra tíma á laugardags og sunnudagsmorgnum til að slaka á og eiga góðar stundir,“ segir Kikka og heldur áfram: Þegar ég bjó með í Danmörku með litlu krakkana mína þá héngum við alltaf á einhverjum kaffihúsum á laugardagsmorgnum þar sem krakkarnir voru að leika sér og við drukkum kaffi. Þetta er einhver rómantísk minning sem ég á og vil endurskapa hér. Börn eru líka fólk og við viljum fá þau á kaffihúsið. Allir verði því velkomnir, sama hvort þeir vilji eiga stund milli stríða eða vinna að næsta meistaraverki. Kikka og Dagný hvetja alla áhugasama til að skrá sig í Bókasamlagið eða fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlum. Því fleiri sem taki þátt því betur sé hægt að styðja við höfunda. „Við viljum nýsköpun, við viljum að allir fái að gefa út bókina sína og við viljum hjálpa til með það.“
Bókaútgáfa Veitingastaðir Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira