Hægt að komast í myndavél, hljóðnema og dagatal í tengslum við ferðagjöf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 12:20 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Ferðagjöfinni var miðlað til landsmanna með smáforriti fyrirtækisins YAY og ákvað Persónuvernd að hefja frumkvæðisrannsókn vegna fjölda ábendinga um að krafist væri umfangsmikilla persónuupplýsinga og víðtæks aðgangs að símtækjum við notkun gjafarinnar. Persónuvernd hefur nú sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um sjö milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir vegna málsins. Í ákvörðun Persónuverndar segir að sektirnar séu lagðar á vegna brota gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar, til dæmis um fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi upplýsinga í smáforritinu. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar segir brotin alvarleg. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við. Ríkisstjórnarfundur í RáðherrabústaðnumFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þá hafi YAY fyrir mistök aflað víðtækra og ónauðsynlegra aðgangsheimilda í símtækjum notenda smáforritsins. Helga segir þetta stóralvarlegan þátt málsins. „Þarna voru undir í rauninni staðsetningarupplýsingar um notendur, staða nets viðkomandi, það hefði verið hægt að komast að myndavél, skjalastjórn og hljóðstillingum, dagatali viðkomandi og tengiliðaskrá. Einnig stöðu síma og hljóðnema til upptöku. Og svo framvegis. Þannig þetta er bara gríðarlega alvarlegt þegar ekki er betur vandað til verka.“ Við rannsókn málsins hafi þó komið í ljós að þessar viðkvæmu persónuupplýsingar hafi ekki verið notaðar. „Þessar upplýsingar sem var aflað um kyn og aldur án lagaheimildar - því var hætt um leið og upp komst að verið væri að afla þeirra. Þannig að þetta forrit á að vera í lagi núna. En eins og sést af lestri þessarar ákvörðunar var víða pottur brotinn.“ Helga segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðueytið ekki hafa ráðfært sig við Persónuvernd á neinu stigi málsins og brugðist allt of seint við ábendingum. „Það að ráðuneyti nýsköpunarmála á Íslandi viðhafi svona vinnubrögð er miður,“ segir Helga. Hér má lesa ákvörðun Persónuverndar. Persónuvernd Stjórnsýsla Stafræn þróun Neytendur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ferðagjöfinni var miðlað til landsmanna með smáforriti fyrirtækisins YAY og ákvað Persónuvernd að hefja frumkvæðisrannsókn vegna fjölda ábendinga um að krafist væri umfangsmikilla persónuupplýsinga og víðtæks aðgangs að símtækjum við notkun gjafarinnar. Persónuvernd hefur nú sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um sjö milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir vegna málsins. Í ákvörðun Persónuverndar segir að sektirnar séu lagðar á vegna brota gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar, til dæmis um fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi upplýsinga í smáforritinu. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar segir brotin alvarleg. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við. Ríkisstjórnarfundur í RáðherrabústaðnumFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þá hafi YAY fyrir mistök aflað víðtækra og ónauðsynlegra aðgangsheimilda í símtækjum notenda smáforritsins. Helga segir þetta stóralvarlegan þátt málsins. „Þarna voru undir í rauninni staðsetningarupplýsingar um notendur, staða nets viðkomandi, það hefði verið hægt að komast að myndavél, skjalastjórn og hljóðstillingum, dagatali viðkomandi og tengiliðaskrá. Einnig stöðu síma og hljóðnema til upptöku. Og svo framvegis. Þannig þetta er bara gríðarlega alvarlegt þegar ekki er betur vandað til verka.“ Við rannsókn málsins hafi þó komið í ljós að þessar viðkvæmu persónuupplýsingar hafi ekki verið notaðar. „Þessar upplýsingar sem var aflað um kyn og aldur án lagaheimildar - því var hætt um leið og upp komst að verið væri að afla þeirra. Þannig að þetta forrit á að vera í lagi núna. En eins og sést af lestri þessarar ákvörðunar var víða pottur brotinn.“ Helga segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðueytið ekki hafa ráðfært sig við Persónuvernd á neinu stigi málsins og brugðist allt of seint við ábendingum. „Það að ráðuneyti nýsköpunarmála á Íslandi viðhafi svona vinnubrögð er miður,“ segir Helga. Hér má lesa ákvörðun Persónuverndar.
Persónuvernd Stjórnsýsla Stafræn þróun Neytendur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira