Hinsegin og kynsegin í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2021 18:00 Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar