Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 14:10 Íbúar Marshall-eyja vilja meiri peninga frá Bandaríkjunum í hreinsunarstarf vegna kjarnorkuvopnatilrauna á eyjunum á síðustu öld. AP/Rob Griffith Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. Frá seinni heimsstyrjöldinni hafa Bandaríkjamenn byggt upp aðstöðu fyrir herafla sinn á Marshall-eyjum og í raun komið fram við Marshalleyjar eins og hluta af Bandaríkjunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í staðinn hafa Bandaríkin lagt peninga til uppbyggingar á eyjunum og skapað störf. Þá hafa margir íbúar Marshall-eyja nýtt sér það að geta búið og unnið í Bandaríkjunum. Þúsundir hafa flutt til Havaí, Arkansas og Oklahoma. Ráðamenn á Marshall-eyjum vilja að Bandaríkin greiði frekari bætur til íbúa eyjanna vegna mikils fjölda kjarnorkuvopnatilrauna sem voru framkvæmdar þar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þar á meðal er tilraunasprengingin á Bikini-rifi. Þeir kvarta yfir hárri tíðni krabbameins meðal íbúa og segja að gamalt samkomulag frá níunda áratug síðustu aldar dugi ekki til. Það samkomulag sé ekki sanngjarnt og taki ekki tillit til þess skaða sem íbúar eyjanna hafa orðið fyrir. Nú er kominn tími til að endurnýja það samkomulag en það vilja íbúar Marshall-eyja ekki gera. Frekar vilja þeir gera nýtt og betra samkomulag. Vilja viðræður í forgang Ríkisstjórn Joes Biden hefur ekki átt í viðræðum við ráðamenn á Marshall-eyjum og því hefur hópur fulltrúadeildarþingmanna beggja flokka á Bandaríkjaþingi mótmælt. Þeir segja ekki við hæfi að ræða ekki um málið og semja við ráðamenn á Marshall-eyjum á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa beint athygli sinni frekar að Kyrrahafinu og því að sporna gegn auknum áhrifum Kína. Þingmennirnir segja aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar veikja stöðu Bandaríkjanna og gefa ráðamönnum í Kína færi á að stíga inni í tómarúmið og koma að þeim mikilvægu fjárfestingum sem íbúar Marshall-eyja vilja og þurfa. Vijla viðgerðir á steypuhvelfingu Gamla samkomulagið sem Bandaríkin gerðu við Marshall-eyjar var samkvæmt AP fréttaveitunni upp á 150 milljónir dala. Áætlað er að raunverulegur kostnaður vegna skaðans sem kjarnorkuvopnatilraunirnar ollu séu nær þremur milljörðum dala. Þar er innifalinn kostnaður vegna viðgerða á steypuhvelfingu sem inniheldur mikið magn geislavirks jarðvegs. Sérfræðingar segja hana skemmda og að geislavirkur úrgangur leki frá henni. Orkumálastofnun Bandaríkjanna sagði í skýrslu sem birt var í fyrra að byggingin væri ekki skemmd og að grunnvatn sem yrði fyrir geislavirkni vegna hennar hefði ekki mælanleg áhrif á umhverfið. Bandaríkin Marshall-eyjar Kína Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Frá seinni heimsstyrjöldinni hafa Bandaríkjamenn byggt upp aðstöðu fyrir herafla sinn á Marshall-eyjum og í raun komið fram við Marshalleyjar eins og hluta af Bandaríkjunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í staðinn hafa Bandaríkin lagt peninga til uppbyggingar á eyjunum og skapað störf. Þá hafa margir íbúar Marshall-eyja nýtt sér það að geta búið og unnið í Bandaríkjunum. Þúsundir hafa flutt til Havaí, Arkansas og Oklahoma. Ráðamenn á Marshall-eyjum vilja að Bandaríkin greiði frekari bætur til íbúa eyjanna vegna mikils fjölda kjarnorkuvopnatilrauna sem voru framkvæmdar þar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þar á meðal er tilraunasprengingin á Bikini-rifi. Þeir kvarta yfir hárri tíðni krabbameins meðal íbúa og segja að gamalt samkomulag frá níunda áratug síðustu aldar dugi ekki til. Það samkomulag sé ekki sanngjarnt og taki ekki tillit til þess skaða sem íbúar eyjanna hafa orðið fyrir. Nú er kominn tími til að endurnýja það samkomulag en það vilja íbúar Marshall-eyja ekki gera. Frekar vilja þeir gera nýtt og betra samkomulag. Vilja viðræður í forgang Ríkisstjórn Joes Biden hefur ekki átt í viðræðum við ráðamenn á Marshall-eyjum og því hefur hópur fulltrúadeildarþingmanna beggja flokka á Bandaríkjaþingi mótmælt. Þeir segja ekki við hæfi að ræða ekki um málið og semja við ráðamenn á Marshall-eyjum á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa beint athygli sinni frekar að Kyrrahafinu og því að sporna gegn auknum áhrifum Kína. Þingmennirnir segja aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar veikja stöðu Bandaríkjanna og gefa ráðamönnum í Kína færi á að stíga inni í tómarúmið og koma að þeim mikilvægu fjárfestingum sem íbúar Marshall-eyja vilja og þurfa. Vijla viðgerðir á steypuhvelfingu Gamla samkomulagið sem Bandaríkin gerðu við Marshall-eyjar var samkvæmt AP fréttaveitunni upp á 150 milljónir dala. Áætlað er að raunverulegur kostnaður vegna skaðans sem kjarnorkuvopnatilraunirnar ollu séu nær þremur milljörðum dala. Þar er innifalinn kostnaður vegna viðgerða á steypuhvelfingu sem inniheldur mikið magn geislavirks jarðvegs. Sérfræðingar segja hana skemmda og að geislavirkur úrgangur leki frá henni. Orkumálastofnun Bandaríkjanna sagði í skýrslu sem birt var í fyrra að byggingin væri ekki skemmd og að grunnvatn sem yrði fyrir geislavirkni vegna hennar hefði ekki mælanleg áhrif á umhverfið.
Bandaríkin Marshall-eyjar Kína Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48