Arnór á bekknum þegar Venezia tapaði fyrir Inter Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. nóvember 2021 21:39 Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty Enginn Íslendinganna fékk að spreyta sig gegn Ítalíumeisturum Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn eru á mála hjá Venezia sem eru nýliðar í ítölsku úrvalsdeildinni. Arnór Sigurðsson var eini Íslendingurinn í leikmannahópi liðsins í kvöld. Hann horfði á liðsfélaga sína há hetjulega baráttu gegn meisturunum en leiknum lauk með sigri Inter í miklum baráttuleik. Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu gerði fyrra mark Inter eftir rúmlega hálftíma leik og var svo ekkert skorað fyrr en á 95.mínútu þegar Lautaro Martinez gulltryggði sigur gestanna með marki úr vítaspyrnu. Inter styrkti þar með stöðu sína í 3.sæti deildarinnar en liðið hefur einu stigi minna en topplið Napoli. Venezia í 15.sæti með fimmtán stig eftir fjórtán leiki. Ítalski boltinn
Enginn Íslendinganna fékk að spreyta sig gegn Ítalíumeisturum Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn eru á mála hjá Venezia sem eru nýliðar í ítölsku úrvalsdeildinni. Arnór Sigurðsson var eini Íslendingurinn í leikmannahópi liðsins í kvöld. Hann horfði á liðsfélaga sína há hetjulega baráttu gegn meisturunum en leiknum lauk með sigri Inter í miklum baráttuleik. Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu gerði fyrra mark Inter eftir rúmlega hálftíma leik og var svo ekkert skorað fyrr en á 95.mínútu þegar Lautaro Martinez gulltryggði sigur gestanna með marki úr vítaspyrnu. Inter styrkti þar með stöðu sína í 3.sæti deildarinnar en liðið hefur einu stigi minna en topplið Napoli. Venezia í 15.sæti með fimmtán stig eftir fjórtán leiki.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti