Fátækt, stjórnleysi og svall í villta vestri norðursins Forlagið 29. nóvember 2021 08:53 Hallgrímur Helgason Sextíu kíló af kjaftshöggum Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir Hallgrím Helgason er bók vikunnar á Vísi. „Skáldsögur geta verið bestu tímavélarnar, þær soga mann inn í annan heim og horfinn tíma. Það er líka eins og sögulegar skáldsögur búi yfir annarri vídd en venjulegar skáldsögur, fortíðin býður upp á aukið frelsi og dýpt. Höfundurinn beinir ljósgeisla úr nútímanum og inn í fortíðina og þar hittir það fyrir einhverskonar þjóðarspegil sem kastar ljósinu til baka. Lesandinn mátar hið liðna við eigið líf og sér það kannski í nýju ljósi enda er höfundurinn að alltaf að tala við eigin samtíma,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur en nýjasta bók hans Sextíu kíló af kjaftshöggum gerir nákvæmlega þetta. Sögusviðið sem lifnar fyrir lesandanum er upphaf tuttugustu aldar og einstakir uppgangstímar í íslensku samfélagi eftir mörghundruð ára kyrrstöðu í myrkum torfbæjum. Bókin er framhald bókarinnar Sextíu kíló af sólskini sem kom út árið 2018. „Við höldum áfram með söguna og sömu persónur, þótt allnokkrar hafi reyndar dáið í síðustu bók. Gestur er fluttur með fjölskylduna yfir fjörðinn, á Eyrina í lítinn torfbæ og baslar þar í fátækt, 18 ára fyrirvinna fimma manna heimilis. Útlitið er frekar dökkt þangað til vaskir útvegsmenn bjóðast til að kaupa gamla landið hinumegin við fjörðinn, þar sem snjóflóð féll í fyrra bindi. Gestur vill selja en fósturfaðir hans, Lási, þvertekur fyrir það, „maður selur ekki ógæfu sína,“ segir gamli maðurinn.“ Hallgrímur segir þetta tímabil Íslandssögunnar magnað söguefni og bókin lýsir ferðalagi þjóðarinnar út úr torfbæjunum og inn í raflýstan nútímann. Þjóðin þurfi að meðtaka nýja tækni, flytja í öðruvísi hús og miklar áskoranir fylgja því að aðlagast ótrúlegum tækninýjungum og örum þjóðfélagsbreytingum. Menningarlegur suðupottur Siglufjarðar á síldarárunum sé einstök uppspretta ævintýra. „Bókin gerist á svokölluðum „Norðmannatíma“ sem ríkti á Sigló í upphafi síðustu aldar. Norðmenn voru einráðir í síldinni á fimmtán ára tímabili og þarna gátu verið þúsundir norskra sjómanna í landlegu í einu og jafnmargir Íslendingar. Þetta var villta vestur norðursins, algjört stjórnleysi, svall og bara ein lögga á staðnum. Þetta er heillandi sögusvið og allt leyfilegt. Þessi menningarpottur var líka svo mikil sprengja eftir þúsund ára stöðnun. Allt jafnvægi raskast, sveitamenn þyrpast á mölina, konur fara að vinna utan heimilis og utan dyra og voru allt í einu taldar meginstoðir í efnahagslífi þjóðarinnar. Krár og spilavíti spruttu upp í bænum og sumir segja vændishús líka. Konur voru reyndar gagnrýndar fyrir að vera með Norðmönnum og mikið talað um hverskonar Sódóma Siglufjörður væri. Sú umræða var kannski ekki alveg sanngjörn, en þetta var vissulega hressilegt partý,“ segir Hallgrímur. Auðvelt hafi verið að afla heimilda í söguna en gullgrafarabærinn Siglufjörður var fljótur að efna til dagblaðaútgáfu. Fréttir og blaðagreinar gefi mynd af mannlífinu. „Það er til ógrynni af efni frá þessu tímabili og mestivandinn er að vinsa úr. Á Bókasafni Fjallabyggðar fann ég afrit af bréfum fyrsta síldarútgerðarmannsins, Hans Söbstad, sem heitir Johan Södal í bókinni. Að handleika þau var eins og að þreifa á þessum horfna veruleika. Þá geta hugmyndir að heilum köflum kviknað út frá örfrétt og fróðleikur og skáldskapur hrærast saman í einn graut sem gerir þetta skemmtilegt. Draumurinn er að lesandinn geti gleymt sér í sögunni og sjái hana fyrir sér eins og kvikmynd. Söguhetjan gengur í gegnum ýmislegt, stundum gengur vel, til dæmis í ástamálunum framan af, en hann er 18 ára í upphafi þessarar bókar og uppgötvar bæði ástina og kynlífið. En baslið er mikið og hann þráir mikið að komast með fjölskylduna úr torfbænum og í timburhús. Maður reynir að búa til réttu blönduna af kómík og drama,“ segir Hallgrímur. Sextíu kíló af kjaftshöggum var þrjú ár í skrifum en er ekki eina bók Hallgríms í jólabókaflóðinu. „Það má kalla þetta uppskerutíma hjá mér. Tilviljanir og Covid-frestanir ullu því að ég er eiginlega með fjórar bækur í flóðinu og myndlistarsýningu í Neskirkju að auki. Svo liggja bæði ljóðabækur hálfkláraðar sem bíða, sem og skáldsöguhugmyndir. Ég hef aldrei upplifað ritstíflu, 7, 9, 13, bank, bank, og þegar maður vinnur að stóru verki eins og Sextíu kílóum, sem er lengi í vinnslu, þá fær maður auðvitað margar hugmyndir að öðru á meðan. Og sumar þeirra eru ekki dauðar ennþá. Ég veit ekki hvað verður næst hjá mér en þar til það kemur í ljós er ég að lesa inn hljóðbókina og mála myndir. Það er mikil núvitund í því, kúpla sig út úr jólabókaflóðinu og gleyma öllum tölvupóstum og símskeytum í nokkra klukkutíma á dag,“ segir Hallgrímur sem birtir ný myndverk á Instagram-síðu sinni hallgrimur.artist. Verður framhald á sögu Gests og fjölskyldu hans? „Þetta er ekki búið, síðasta setning bókarinnar leyfir það ekki.“ Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Skáldsögur geta verið bestu tímavélarnar, þær soga mann inn í annan heim og horfinn tíma. Það er líka eins og sögulegar skáldsögur búi yfir annarri vídd en venjulegar skáldsögur, fortíðin býður upp á aukið frelsi og dýpt. Höfundurinn beinir ljósgeisla úr nútímanum og inn í fortíðina og þar hittir það fyrir einhverskonar þjóðarspegil sem kastar ljósinu til baka. Lesandinn mátar hið liðna við eigið líf og sér það kannski í nýju ljósi enda er höfundurinn að alltaf að tala við eigin samtíma,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur en nýjasta bók hans Sextíu kíló af kjaftshöggum gerir nákvæmlega þetta. Sögusviðið sem lifnar fyrir lesandanum er upphaf tuttugustu aldar og einstakir uppgangstímar í íslensku samfélagi eftir mörghundruð ára kyrrstöðu í myrkum torfbæjum. Bókin er framhald bókarinnar Sextíu kíló af sólskini sem kom út árið 2018. „Við höldum áfram með söguna og sömu persónur, þótt allnokkrar hafi reyndar dáið í síðustu bók. Gestur er fluttur með fjölskylduna yfir fjörðinn, á Eyrina í lítinn torfbæ og baslar þar í fátækt, 18 ára fyrirvinna fimma manna heimilis. Útlitið er frekar dökkt þangað til vaskir útvegsmenn bjóðast til að kaupa gamla landið hinumegin við fjörðinn, þar sem snjóflóð féll í fyrra bindi. Gestur vill selja en fósturfaðir hans, Lási, þvertekur fyrir það, „maður selur ekki ógæfu sína,“ segir gamli maðurinn.“ Hallgrímur segir þetta tímabil Íslandssögunnar magnað söguefni og bókin lýsir ferðalagi þjóðarinnar út úr torfbæjunum og inn í raflýstan nútímann. Þjóðin þurfi að meðtaka nýja tækni, flytja í öðruvísi hús og miklar áskoranir fylgja því að aðlagast ótrúlegum tækninýjungum og örum þjóðfélagsbreytingum. Menningarlegur suðupottur Siglufjarðar á síldarárunum sé einstök uppspretta ævintýra. „Bókin gerist á svokölluðum „Norðmannatíma“ sem ríkti á Sigló í upphafi síðustu aldar. Norðmenn voru einráðir í síldinni á fimmtán ára tímabili og þarna gátu verið þúsundir norskra sjómanna í landlegu í einu og jafnmargir Íslendingar. Þetta var villta vestur norðursins, algjört stjórnleysi, svall og bara ein lögga á staðnum. Þetta er heillandi sögusvið og allt leyfilegt. Þessi menningarpottur var líka svo mikil sprengja eftir þúsund ára stöðnun. Allt jafnvægi raskast, sveitamenn þyrpast á mölina, konur fara að vinna utan heimilis og utan dyra og voru allt í einu taldar meginstoðir í efnahagslífi þjóðarinnar. Krár og spilavíti spruttu upp í bænum og sumir segja vændishús líka. Konur voru reyndar gagnrýndar fyrir að vera með Norðmönnum og mikið talað um hverskonar Sódóma Siglufjörður væri. Sú umræða var kannski ekki alveg sanngjörn, en þetta var vissulega hressilegt partý,“ segir Hallgrímur. Auðvelt hafi verið að afla heimilda í söguna en gullgrafarabærinn Siglufjörður var fljótur að efna til dagblaðaútgáfu. Fréttir og blaðagreinar gefi mynd af mannlífinu. „Það er til ógrynni af efni frá þessu tímabili og mestivandinn er að vinsa úr. Á Bókasafni Fjallabyggðar fann ég afrit af bréfum fyrsta síldarútgerðarmannsins, Hans Söbstad, sem heitir Johan Södal í bókinni. Að handleika þau var eins og að þreifa á þessum horfna veruleika. Þá geta hugmyndir að heilum köflum kviknað út frá örfrétt og fróðleikur og skáldskapur hrærast saman í einn graut sem gerir þetta skemmtilegt. Draumurinn er að lesandinn geti gleymt sér í sögunni og sjái hana fyrir sér eins og kvikmynd. Söguhetjan gengur í gegnum ýmislegt, stundum gengur vel, til dæmis í ástamálunum framan af, en hann er 18 ára í upphafi þessarar bókar og uppgötvar bæði ástina og kynlífið. En baslið er mikið og hann þráir mikið að komast með fjölskylduna úr torfbænum og í timburhús. Maður reynir að búa til réttu blönduna af kómík og drama,“ segir Hallgrímur. Sextíu kíló af kjaftshöggum var þrjú ár í skrifum en er ekki eina bók Hallgríms í jólabókaflóðinu. „Það má kalla þetta uppskerutíma hjá mér. Tilviljanir og Covid-frestanir ullu því að ég er eiginlega með fjórar bækur í flóðinu og myndlistarsýningu í Neskirkju að auki. Svo liggja bæði ljóðabækur hálfkláraðar sem bíða, sem og skáldsöguhugmyndir. Ég hef aldrei upplifað ritstíflu, 7, 9, 13, bank, bank, og þegar maður vinnur að stóru verki eins og Sextíu kílóum, sem er lengi í vinnslu, þá fær maður auðvitað margar hugmyndir að öðru á meðan. Og sumar þeirra eru ekki dauðar ennþá. Ég veit ekki hvað verður næst hjá mér en þar til það kemur í ljós er ég að lesa inn hljóðbókina og mála myndir. Það er mikil núvitund í því, kúpla sig út úr jólabókaflóðinu og gleyma öllum tölvupóstum og símskeytum í nokkra klukkutíma á dag,“ segir Hallgrímur sem birtir ný myndverk á Instagram-síðu sinni hallgrimur.artist. Verður framhald á sögu Gests og fjölskyldu hans? „Þetta er ekki búið, síðasta setning bókarinnar leyfir það ekki.“
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira