Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2021 09:03 Maðurinn var handtekinn í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Forsögu málsins má rekja til þess að umræddur maður var stöðvaður við akstur í Vestmannaeyjum í ágúst árið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Ný umferðarlög samþykkt skömmu eftir dóminn Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður, það er að samkvæmt nýju lögunum gæti mæling á ávana- og fíkniefnum í þvagi ökumans gæti ekki ein og sér verið grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn.Vísir/Vilhelm Vísaði maðurinn til þess að í játningu hans í dómsmálinu fyrir héraðsdómi hafi ekki falist að hann hafi gengist við því að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, heldur að hún hafi aðeins tekið til þess að þar sem fíkniefni hafi mælst í þvagsýni frá honum hafi hann brotið gegn þágildandi umferðarlögum. Í dómi Landsréttar segir að það liggi fyrir að sú háttsemi sem maðurinn var sakfelldur fyrir sé nú refsilaus. Taldi Landsréttur því rétt að fella niður refsingu mannnsins. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi. Þá var þrjátíu daga fangelsisrefsing mannsins einnig felld niður. Þó þarf hann að greiða tuttugu þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið án tilskilinna ökuréttinda. Vestmannaeyjar Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Forsögu málsins má rekja til þess að umræddur maður var stöðvaður við akstur í Vestmannaeyjum í ágúst árið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Ný umferðarlög samþykkt skömmu eftir dóminn Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður, það er að samkvæmt nýju lögunum gæti mæling á ávana- og fíkniefnum í þvagi ökumans gæti ekki ein og sér verið grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn.Vísir/Vilhelm Vísaði maðurinn til þess að í játningu hans í dómsmálinu fyrir héraðsdómi hafi ekki falist að hann hafi gengist við því að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, heldur að hún hafi aðeins tekið til þess að þar sem fíkniefni hafi mælst í þvagsýni frá honum hafi hann brotið gegn þágildandi umferðarlögum. Í dómi Landsréttar segir að það liggi fyrir að sú háttsemi sem maðurinn var sakfelldur fyrir sé nú refsilaus. Taldi Landsréttur því rétt að fella niður refsingu mannnsins. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi. Þá var þrjátíu daga fangelsisrefsing mannsins einnig felld niður. Þó þarf hann að greiða tuttugu þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið án tilskilinna ökuréttinda.
Vestmannaeyjar Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira