Þetta kemur fram á vef Embættis landlæknis þar sem segir að Ísland fylgi ferðatakmörkunum á ESB/Schengen-svæðis.
Mælt hefur verið með að flug frá ákveðnum löndum fái ekki að koma til Evrópu vegna útbreiðslu nýja afbrigðisins. Mögulegt er að fleiri lönd bætist á listann eftir því sem upplýsingar berast um frekari útbreiðslu.
Löndin sem flug verða ekki heimil frá eru:
- Botsvana
- Esvatíní
- Lesótó
- Mósambík
- Namibía
- Suður Afríka
- Zimbabwe
Bólusettir einstaklingar sem hafa komið dvalið í þessum löndum lengur en sólarhring síðastliðna fjórtán daga eru hvattir til að gæta vel að sóttvörnum og fara í sýnatöku til PCR greiningar fimm dögum eftir komuna til landsins þótt þeir hafi farið í sýnatöku innan tveggja daga eftir komu.
Bólusettir einstaklingar sem koma hér eftir til landsins frá þessum löndum eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku við komu, fylgja reglum um sóttkví og endurtaka sýnatöku eftir fimm daga.
Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum.