Sæþór vann Baksturskeppnina miklu í Danmörku Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 20:55 Sæþór er að vonum hæstánægður með sigurinn. Instagram/Kristsson Sæþór Kristínsson, 29 ára gamall Íslendingur, stóð uppi sem sigurvegari dönsku þáttaraðarinnar Den Store Bagedyst í kvöld. Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla. Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla.
Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira