Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2021 07:38 Yfirvöld í Ísrael hafa miklar áhyggjur af Ómíkron-afbrigðinu. AP Photo/Maya Alleruzzo Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. BBC hefur tekið saman fregnir staðarmiðlanna og segir í frétt breska miðilsins að sérstök kórónuveirunefnd ríkisstjórnarinnar hafi samþykkt tillögurnar. Búist er við því að ríkisstjórn Ísraels muni samþykkja komubannið í dag og að það muni taka gildi á miðnætti. Þá er einnig búist við því að yfirvöldum verði heimilað að hafa eftirlit með þeim sem greinast með kórónuveiruna og mun öryggistofnunin Shin Bet, sem hefur það hlutverk að gæta innra öryggis Ísrael, sinna eftirlitinu, sem verður framkvæmt með því að fylgjast með ferðum síma þeirra sem smitast. Einnig er reiknað með að bólusettir Ísraelar sem komi til landsins þurfi að sæta þriggja daga sóttkví við komuna en óbólusettir sjö daga sóttkví. Einn einstaklingur hefur verið greindur með afbrigðið í Ísrael hingað til. Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Tengdar fréttir Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
BBC hefur tekið saman fregnir staðarmiðlanna og segir í frétt breska miðilsins að sérstök kórónuveirunefnd ríkisstjórnarinnar hafi samþykkt tillögurnar. Búist er við því að ríkisstjórn Ísraels muni samþykkja komubannið í dag og að það muni taka gildi á miðnætti. Þá er einnig búist við því að yfirvöldum verði heimilað að hafa eftirlit með þeim sem greinast með kórónuveiruna og mun öryggistofnunin Shin Bet, sem hefur það hlutverk að gæta innra öryggis Ísrael, sinna eftirlitinu, sem verður framkvæmt með því að fylgjast með ferðum síma þeirra sem smitast. Einnig er reiknað með að bólusettir Ísraelar sem komi til landsins þurfi að sæta þriggja daga sóttkví við komuna en óbólusettir sjö daga sóttkví. Einn einstaklingur hefur verið greindur með afbrigðið í Ísrael hingað til. Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Tengdar fréttir Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00
Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20
Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26