Innlent

Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir verma tvo af þremur ráðherrastólum VG.
Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir verma tvo af þremur ráðherrastólum VG. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Svandís Svavarsdóttir færir sig úr heilbrigðisráðuneytinu og tekur við sem matvæla, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þá mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, núverandi umhverfisráðherra, taka við sem félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Þetta staðfesti Katrín við fréttastofu að loknum þingflokksfundi þingflokks VG þar sem ráðherraskipan flokksins í nýrri ríkisstjórn, sem formlega verður kynnt klukkan eitt í dag.

Klippa: Katrín Jakobsdóttir um ráðherralista VG

Þá sagði Katrín einnig að embætti forseta Alþingis myndi falla í skaut Sjálfstæðisflokksins.

Ný ríkisstjórn verður kynnt til leiks klukkan eitt. Fylgjast má með beinni útsendingu frá blaðamannafundinum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×