Viðbrunnar kosningar Indriði Stefánsson skrifar 29. nóvember 2021 09:30 Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Það hljóta allir að vera sammála um að framkvæmd talningar í Borgarnesi var fráleit. Lítið er um bókanir í gerðarbók, varðveisla kjörgagna var ófullnægjandi, umboðsmenn höfðu takmarkaða aðkomu og margt fleira. Það voru bókstaflega framin lögbrot. Kannski sýnir niðurstaðan vilja kjósenda - en við getum ekki fullvissað okkur um það. Enginn veit hverjar lokatölurnar úr kjördæminu eru. Eins og viðbrunninnin grautur bragðast illa, skilja niðurstöður kosninga sem byggja á ónýtri framkvæmd eftir óbragð í munni. Þegar grauturinn brennur við verður það stundum viðleitni að reyna að bjarga málinu. Ef strax er hafist handa við að einangra viðbrunna hlutann og tryggja að það verði ekki samblöndun getur það heppnast. Það var að sjálfsögðu það sem átti að gerast. Þegar lá fyrir að mistök urðu og atkvæðin mögulega rangt talin átti að einangra vandann og tryggja að hann eitraði ekki alla niðurstöðuna úr Norðvesturkjördæmi. En viðbrögðin voru alls ekki til þess fallin að einangra vandann. Reyndar voru þau frekar til að auka á hann, ef eitthvað er. Margfalt betra hefði verið að tryggja heilindi ferlisins í samráði við alla aðila. En það var ekki gert og fyrir vikið er niðurstaðan viðbrunnin, þar sem öllu hefur verið blandað saman. Engin leið að skilja á milli þess sem er rétt gert, þess sem er rangt gert né hvaða áhrif það hafði að gera hlutina rangt. Nú er búið að reyna ýmislegt, hræra inn alls konar lögræðiálitum, krydda með túlkunum á kosningalögum og ýmsu fleiru. Ekkert af þessu leysir hins vegar vandann. Að bæta einhverju við viðbrunna niðurstöðu breytir engu, hún er ennþá viðbrunnin. Eina raunverulega lausnin er að átta sig á hvers vegna allt brann við, leysa úr því vandamáli og byrja upp á nýtt. Við Píratar lögðum þá lausn til en henni var hafnað. Við studdum og lögðum til aðrar lausnir sem gengu skemmra til að minnka skaðann en þeim var líka hafnað. Nú liggur fyrir að viðbrunninn grauturinn er kominn á borðið og verður á boðstólnum fram að næstu kosningum. Ekki spá of mikið í svörtu flyksunum, þær eru sennilega rúsínur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Það hljóta allir að vera sammála um að framkvæmd talningar í Borgarnesi var fráleit. Lítið er um bókanir í gerðarbók, varðveisla kjörgagna var ófullnægjandi, umboðsmenn höfðu takmarkaða aðkomu og margt fleira. Það voru bókstaflega framin lögbrot. Kannski sýnir niðurstaðan vilja kjósenda - en við getum ekki fullvissað okkur um það. Enginn veit hverjar lokatölurnar úr kjördæminu eru. Eins og viðbrunninnin grautur bragðast illa, skilja niðurstöður kosninga sem byggja á ónýtri framkvæmd eftir óbragð í munni. Þegar grauturinn brennur við verður það stundum viðleitni að reyna að bjarga málinu. Ef strax er hafist handa við að einangra viðbrunna hlutann og tryggja að það verði ekki samblöndun getur það heppnast. Það var að sjálfsögðu það sem átti að gerast. Þegar lá fyrir að mistök urðu og atkvæðin mögulega rangt talin átti að einangra vandann og tryggja að hann eitraði ekki alla niðurstöðuna úr Norðvesturkjördæmi. En viðbrögðin voru alls ekki til þess fallin að einangra vandann. Reyndar voru þau frekar til að auka á hann, ef eitthvað er. Margfalt betra hefði verið að tryggja heilindi ferlisins í samráði við alla aðila. En það var ekki gert og fyrir vikið er niðurstaðan viðbrunnin, þar sem öllu hefur verið blandað saman. Engin leið að skilja á milli þess sem er rétt gert, þess sem er rangt gert né hvaða áhrif það hafði að gera hlutina rangt. Nú er búið að reyna ýmislegt, hræra inn alls konar lögræðiálitum, krydda með túlkunum á kosningalögum og ýmsu fleiru. Ekkert af þessu leysir hins vegar vandann. Að bæta einhverju við viðbrunna niðurstöðu breytir engu, hún er ennþá viðbrunnin. Eina raunverulega lausnin er að átta sig á hvers vegna allt brann við, leysa úr því vandamáli og byrja upp á nýtt. Við Píratar lögðum þá lausn til en henni var hafnað. Við studdum og lögðum til aðrar lausnir sem gengu skemmra til að minnka skaðann en þeim var líka hafnað. Nú liggur fyrir að viðbrunninn grauturinn er kominn á borðið og verður á boðstólnum fram að næstu kosningum. Ekki spá of mikið í svörtu flyksunum, þær eru sennilega rúsínur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar