Patrekur Jóhannesson: Við vorum ekkert að spila nægilega vel Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 28. nóvember 2021 20:22 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar var þungt hugsi yfir spilamennsku sinna manna í kvöld Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með stigið sem Stjörnumenn sóttu á móti Fram eftir að hafa verið undir svo gott sem allan leikinn. Stjörnumenn voru ekki sannfærandi bróðurpart leiksins og leit ekki út fyrir að þeir myndu koma sér inn í leikinn. Kraftaverkið gerðist á 59. mínútur þegar að Stjörnumenn náðu loks að jafna og lokatölur 31-31. „Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15