Keane og Carra rifust um Cristiano Ronaldo en Neville skellihló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 08:01 Cristiano Ronaldo var mjög pirraður í leiknum á Stamford Bridge í gær enda ósáttur að þurfa að byrja þennan stórleik á bekknum. AP/Kirsty Wigglesworth Það var fjör í sjónvarpssalnum hjá Sky Sports eftir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan var Cristiano Ronaldo og það að sérfræðingarnir Roy Keane og Jamie Carragher voru mjög ósammála um hann og hans hlutskipti á Brúnni í gær. Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Handbolti Fleiri fréttir Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Handbolti Fleiri fréttir Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira