Hvað á stjórnin að heita? Snorri Másson skrifar 29. nóvember 2021 12:07 Yfirleitt var vísað til síðustu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur einfaldlega með nafni forsætisráðherrans. Önnur gælunöfn reyndust óeftirminnileg og skammlíf. Spurningin er núna hvort annars ráðuneytis Katrínar bíði sömu örlög. Vísir/Vilhelm Ný vika, ný ríkisstjórn, en hvað á barnið að heita? Það er of snemmt að segja en gárungarnir eru að vonum farnir af stað með nafngiftirnar. Það er meðal annars í athugasemdum á Facebook hjá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem innir þar vini sína álits á aðventustjórninni, eins og hann kallar hana. Jú, aðventustjórnin er fín, segir Gísli Freyr Valdórsson, enda aðventan aðeins fjórar vikur. Jólastjórnin, leggur Björn Leví Gunnarsson til, með þrettán jólasveina innanborðs. Höfuðborgarstjórnin segir sá þriðji og þar er vísað til þeirrar staðreyndar að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á suðvesturhorni landsins. Þórdís Kolbrún er ein ráðherra úr Norðvesturkjördæmi en enginn ráðherra er úr Norðaustur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata viðrar enn aðra hugmynd í samtali við fréttastofu. „Ég myndi frekar kalla hana hringekjustjórn. Hún byggir á þessari hringekju sem yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi setti af stað og er núna í dag með alveg svimandi hringekju ráðherra, þannig að það fyndist mér réttnefni,“ segir Andrés, sem telur sinn gamla flokk Vinstri græna illa leikna í nýju stjórnarsamstarfi. „Ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór“ Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á hvort tveggja ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar og samstarfssáttmála hennar. Báknið heldur áfram að vaxa, segir einn, stjórn án pólitísks erindis, segir annar - og ráðuneytaskipting sem virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafarfyrirtæki, segir sá þriðji. Andrés heldur áfram: „Flokkurinn gefur eftir heilbrigðismálin og umhverfismálin, sem voru stóru mál síðasta kjörtímabils og umhverfismál verða stóra mál þessa kjörtímabils. Þannig að ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór sem fulltrúa þeirra atkvæða í umhverfisráðuneytinu,“ segir Andrés. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar á Twitter að ráðuneyti ríkisstjórnarinnar virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Ríkisstjórnin er eins og áhorfandi í þessu öllu saman. Eins og þau hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til að hjálpa þeim með framsetningu á vandanum en það kemur lítið efnislega um aðgerðir frá þeim sjálfum. “Corporate culture” þessarar ríkisstjórnar náði hámarki í dag. Þessi ráðuneyti hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Pólitíkin er fokin fyrir “lean” nálgun í rekstri samfélags. #þverpólitísksýn— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) November 28, 2021 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar stjórnina „woke“ kerfisstjórn í Morgunblaðinu í dag. „Woke“ er það yfirleitt kallað að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjustu hræringum ímyndarstjórnmálanna. Bergþór Ólason hinn þingmaður Miðflokksins fer ekki mikið fagrari orðum um stjórnarsáttmálann. „Fyrst er það að segja að manni sýnist á öllu að það sem í daglegu tali er kallað báknið muni áfram vaxa í tíð þessarar nýju ríkisstjórnar sem og á síðasta kjörtímabili. Það virðist hafa verið sett töluverð vinna í að tryggja að hægt væri að púsla sætunum saman við kosningaúrslitin í staðinn fyrir að ríkisstjórnin væri mynduð um þau málefni sem á að hafa fókus á. Það verður auðvitað ekki tekið nema úr vösum skattgreiðenda,“ segir Bergþór. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Það er meðal annars í athugasemdum á Facebook hjá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem innir þar vini sína álits á aðventustjórninni, eins og hann kallar hana. Jú, aðventustjórnin er fín, segir Gísli Freyr Valdórsson, enda aðventan aðeins fjórar vikur. Jólastjórnin, leggur Björn Leví Gunnarsson til, með þrettán jólasveina innanborðs. Höfuðborgarstjórnin segir sá þriðji og þar er vísað til þeirrar staðreyndar að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á suðvesturhorni landsins. Þórdís Kolbrún er ein ráðherra úr Norðvesturkjördæmi en enginn ráðherra er úr Norðaustur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata viðrar enn aðra hugmynd í samtali við fréttastofu. „Ég myndi frekar kalla hana hringekjustjórn. Hún byggir á þessari hringekju sem yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi setti af stað og er núna í dag með alveg svimandi hringekju ráðherra, þannig að það fyndist mér réttnefni,“ segir Andrés, sem telur sinn gamla flokk Vinstri græna illa leikna í nýju stjórnarsamstarfi. „Ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór“ Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á hvort tveggja ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar og samstarfssáttmála hennar. Báknið heldur áfram að vaxa, segir einn, stjórn án pólitísks erindis, segir annar - og ráðuneytaskipting sem virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafarfyrirtæki, segir sá þriðji. Andrés heldur áfram: „Flokkurinn gefur eftir heilbrigðismálin og umhverfismálin, sem voru stóru mál síðasta kjörtímabils og umhverfismál verða stóra mál þessa kjörtímabils. Þannig að ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór sem fulltrúa þeirra atkvæða í umhverfisráðuneytinu,“ segir Andrés. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar á Twitter að ráðuneyti ríkisstjórnarinnar virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Ríkisstjórnin er eins og áhorfandi í þessu öllu saman. Eins og þau hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til að hjálpa þeim með framsetningu á vandanum en það kemur lítið efnislega um aðgerðir frá þeim sjálfum. “Corporate culture” þessarar ríkisstjórnar náði hámarki í dag. Þessi ráðuneyti hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Pólitíkin er fokin fyrir “lean” nálgun í rekstri samfélags. #þverpólitísksýn— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) November 28, 2021 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar stjórnina „woke“ kerfisstjórn í Morgunblaðinu í dag. „Woke“ er það yfirleitt kallað að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjustu hræringum ímyndarstjórnmálanna. Bergþór Ólason hinn þingmaður Miðflokksins fer ekki mikið fagrari orðum um stjórnarsáttmálann. „Fyrst er það að segja að manni sýnist á öllu að það sem í daglegu tali er kallað báknið muni áfram vaxa í tíð þessarar nýju ríkisstjórnar sem og á síðasta kjörtímabili. Það virðist hafa verið sett töluverð vinna í að tryggja að hægt væri að púsla sætunum saman við kosningaúrslitin í staðinn fyrir að ríkisstjórnin væri mynduð um þau málefni sem á að hafa fókus á. Það verður auðvitað ekki tekið nema úr vösum skattgreiðenda,“ segir Bergþór.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira