Innlent

Haft uppi rang­­færslur um sýna­töku barna

Eiður Þór Árnason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það rangt að foreldrum barna standi til boða að tekin verði munnvatnssýni til greiningar Covid-19 í stað nefkokssýnis.

Þetta kemur fram í nýjasta pistli sóttvarnalæknis á upplýsingavefnum Covid.is. Vísar hann til að borið hafi á slíkum fullyrðingum í ótilgreindri fjölmiðlaumfjöllun. 

„Þetta er ekki allkostar rétt af þeim ástæðum að munnvatnssýni er miklu óáreiðanlegri sýni en nefkokssýni bæði þegar um er að ræða hraðgreingarpróf og PCR próf.“

Í frétt sem birtist á Mbl.is á laugardag er haft eftir Láru Sól­eyju Jó­hanns­dótt­ur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, að hægt sé að óska eftir því hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að láta framkvæma hraðpróf á börnum með munnvatnssýni. Vísar Mbl.is þar til færslu á Facebook-síðu Láru Sóleyjar. 

Þórólfur segir að í undantekningartilfellum sé hægt að sætta sig við munnvatnssýni til greiningar en það eigi að vera algjör undantekning. Ákvörðum um slíkt verði að vera sameiginleg ákvörðun sýnatökufólks og foreldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×