Furðar sig á að VG afhendi „íhaldinu“ umhverfis- og loftlagsmálin Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 20:04 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, á fundi samfylkingarfólks árið 2014. Vísir/Stöð 2 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, furðar sig á að Vinstri græn skuli afhenda „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmálin í nýrri ríkisstjórn. Þá gagnrýnir hún að flokkarnir fjölgi ráðuneytum, þvert á tillögu í rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunið. Vinstri græn afsöluðu sér stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokknum í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins sem var formlega kynnt í gær. Ráðuneytum var fjölgað um eitt, þau verða nú tólf en voru ellefu áður. Þessa verkaskiptingu gagnrýnir Jóhanna, sem leiddi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á eftirhrunsárunum 2009 til 2013, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bendir á að í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 hafi verið lagt til að ráðuneytum væri fækkað og þau stækkuð því mörg þeirra væru of lítil og vanmáttug til að takast á við verkefni sín. Eftir því hafi ríkisstjórn Jóhönnu farið og fækkað ráðherrum niður í átta. „Þessi ríkisstjórn undir forystu VG gefur þessari tillögu langt nef og bæði [klýfur] upp ráðneyti og fjölgar,“ skrifar Jóhanna. Íhaldið barist gegn rammaáætlun í áratug Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýtt orku- og loftslagsmálaráðuneyti. Segir hún það vekja furðu að VG hafi afhent „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmál í ljósi þess að það hafi barist gegn rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda kröftuglega í heilan áratug. „Og ekki síður að íhaldið mun einnig fara með loftslagsmálin, en aðgerðir á því sviði munu geta ráðið úrslitum um hvort lífvænlegt verður á jörðinni í náinni framtíð,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er að því að ljúka rammaáætlun á þessu kjörtímabili í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Vinstri græn afsöluðu sér stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokknum í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins sem var formlega kynnt í gær. Ráðuneytum var fjölgað um eitt, þau verða nú tólf en voru ellefu áður. Þessa verkaskiptingu gagnrýnir Jóhanna, sem leiddi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á eftirhrunsárunum 2009 til 2013, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bendir á að í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 hafi verið lagt til að ráðuneytum væri fækkað og þau stækkuð því mörg þeirra væru of lítil og vanmáttug til að takast á við verkefni sín. Eftir því hafi ríkisstjórn Jóhönnu farið og fækkað ráðherrum niður í átta. „Þessi ríkisstjórn undir forystu VG gefur þessari tillögu langt nef og bæði [klýfur] upp ráðneyti og fjölgar,“ skrifar Jóhanna. Íhaldið barist gegn rammaáætlun í áratug Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýtt orku- og loftslagsmálaráðuneyti. Segir hún það vekja furðu að VG hafi afhent „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmál í ljósi þess að það hafi barist gegn rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda kröftuglega í heilan áratug. „Og ekki síður að íhaldið mun einnig fara með loftslagsmálin, en aðgerðir á því sviði munu geta ráðið úrslitum um hvort lífvænlegt verður á jörðinni í náinni framtíð,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er að því að ljúka rammaáætlun á þessu kjörtímabili í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira