Nöfnin sem hestanafnanefnd hefur hafnað Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:15 Nokkuð strangar reglur gilda um nöfn á íslenska hestinum, vilji eigendur fá þá skráða í alþjóðlega upprunaættbók. Vísir/vilhelm Hestanafnanefnd hefur frá því að hún var stofnuð 2016 hafnað þónokkrum beiðnum um nöfn á íslenskum hestum. Á meðal nafnanna eru til dæmis Apótek, Leyndarmál, Euphoria og Avicii - það síðastnefnda að öllum líkindum í höfuðið á sænska plötusnúðnum heitnum. Fjallað var um mál hryssunnar Lánar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti eigandi hennar, Þeba Björt Karlsdóttir, því að hestanafnanefnd hefði hafnað beiðni hennar um að fá nafnið skráð á hryssuna í upprunaættbók íslenska hestsins á grundvelli þess að það væri hvorugkynsorð. Í ættbókina eru skráð öll hross af íslenska hestakyninu hvar sem þau eru fædd í heiminum. Leikur einn var hins vegar að fá nafnið Lán, sem í þessu tilfelli væri kvenkyns og beygðist eins og kvenmannsnafnið Rán, samþykkt hjá mannanafnanefnd. Kristín Halldórsdóttir annar nefndarmanna í hestanafnanefnd segir í svari við fyrirspurn fréttastofu um störf nefndarinnar að árið 2016 hafi Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, ákveðið að skýra reglur varðandi þau nöfn sem skráð eru í ættbókina. Hún bendir á að aðildarlönd séu 22 talsins. „Ákveðið var að fylgja þeirri hefð að nöfn sem skráð eru í ættbókina skuli vera á íslensku; kvenkyns fyrir hryssur og karlkyns fyrir hesta. Þegar nöfnum er hafnað er það í lang flestum tilvikum vegna þess að ekki er hægt að finna neina tengingu við íslenskt mál eða þá að um hvorugkynsorð er að ræða.“ Fiðrildi, Granít og Hvide En hver eru nöfnin sem ekki hafa hlotið hljómgrunn innan hestanafnanefndar? Dæmi um þau má finna hér fyrir neðan: Hvorugkynsorð: Apótek, Apparat, Dýnamít, Dómínó, Fiðrildi, Fjör, Granít, Heljargljúfur, Hjarta, Írafár, Kirsuber, Koníak, Leiðarljós, Lerki, Leyndarmál ofl. Ekki íslenska: Panther, Mithrandir, Lovely, Lord Mason, Kopernika, Ranumi, Jaade, Jotne, Izmir, Idawen, Hvide, Hiromi, Heidewitzka, Harlequin, Grazia, Ganymed, Froshi, Euphoria, Deijanira, D´artagnan, Caesar, Berenice, Bahia, Avicii, Attica og svo mætti lengi telja. Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Fjallað var um mál hryssunnar Lánar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti eigandi hennar, Þeba Björt Karlsdóttir, því að hestanafnanefnd hefði hafnað beiðni hennar um að fá nafnið skráð á hryssuna í upprunaættbók íslenska hestsins á grundvelli þess að það væri hvorugkynsorð. Í ættbókina eru skráð öll hross af íslenska hestakyninu hvar sem þau eru fædd í heiminum. Leikur einn var hins vegar að fá nafnið Lán, sem í þessu tilfelli væri kvenkyns og beygðist eins og kvenmannsnafnið Rán, samþykkt hjá mannanafnanefnd. Kristín Halldórsdóttir annar nefndarmanna í hestanafnanefnd segir í svari við fyrirspurn fréttastofu um störf nefndarinnar að árið 2016 hafi Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, ákveðið að skýra reglur varðandi þau nöfn sem skráð eru í ættbókina. Hún bendir á að aðildarlönd séu 22 talsins. „Ákveðið var að fylgja þeirri hefð að nöfn sem skráð eru í ættbókina skuli vera á íslensku; kvenkyns fyrir hryssur og karlkyns fyrir hesta. Þegar nöfnum er hafnað er það í lang flestum tilvikum vegna þess að ekki er hægt að finna neina tengingu við íslenskt mál eða þá að um hvorugkynsorð er að ræða.“ Fiðrildi, Granít og Hvide En hver eru nöfnin sem ekki hafa hlotið hljómgrunn innan hestanafnanefndar? Dæmi um þau má finna hér fyrir neðan: Hvorugkynsorð: Apótek, Apparat, Dýnamít, Dómínó, Fiðrildi, Fjör, Granít, Heljargljúfur, Hjarta, Írafár, Kirsuber, Koníak, Leiðarljós, Lerki, Leyndarmál ofl. Ekki íslenska: Panther, Mithrandir, Lovely, Lord Mason, Kopernika, Ranumi, Jaade, Jotne, Izmir, Idawen, Hvide, Hiromi, Heidewitzka, Harlequin, Grazia, Ganymed, Froshi, Euphoria, Deijanira, D´artagnan, Caesar, Berenice, Bahia, Avicii, Attica og svo mætti lengi telja.
Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira