Sport

Ætlar að framkvæma stökk sem enginn annar hefur gert

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi Laxdal Aðalgeirsson fagnar eftir að hafa framkvæmt ofurstökkið á æfingu í gær.
Helgi Laxdal Aðalgeirsson fagnar eftir að hafa framkvæmt ofurstökkið á æfingu í gær. stefán pálsson

Helgi Laxdal Aðalgeirsson ætlar að brjóta blað í sögu Evrópumótsins í hópfimleikum. Skagamaðurinn ætlar nefnilega að framkvæma stökk sem enginn annar hefur gert.

Helgi og félagar hans í karlaliði Íslands hefja leik á EM í kvöld en keppni í karlaflokki hefst klukkan 19:00.

Helgi ætlar að framkvæma sannkallað ofurstökk og verður þar fyrstur allra til að gera það á EM.

„Ég verð fyrstur til keppa með þetta á Evrópumóti. Þetta er framumferð og ég er með hæsta gildið í því. Það hefur enginn keppt með hærra gildi í framumferð á EM,“ sagði Helgi aðspurður um stökkið í samtali við Vísi.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband af stökkinu á æfingu í keppnishöllinni í Guimaeres.

Klippa: Ofurstökk Helga

Hann hefur einu sinni framkvæmt ofurstökkið á móti og það var í heimabænum, Akranesi.

„Ég hef gert þetta mjög oft á æfingum en bara keppt einu sinni með þetta, á Íslandsmótinu á Skaganum. Það gekk ógeðslega vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×