Omíkron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 22:20 Verið er að raðgreina sýni úr þeim sem talinn er hafa smitast af afbrigðinu. Vísir/Vilhelm Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55
140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30
Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49
Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51