Kæru foreldrar í Fossvogi Ragnar Þór Pétursson skrifar 2. desember 2021 15:32 Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð. Nú veit ég að börnum er fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir. Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur. Að tala um að það sé þyngra en „tárum taki“ að börn missi af skólabúðum og að skólinn hafi brugðist í árferði sem hefur kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylla kröfur um aðbúnað – er óheppilegt svo ekki sé meira sagt. Það verður stöðugt erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því er flókið að snúa við. Þar skiptir þó máli að það samfélag sem skólinn starfar í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð. Nú veit ég að börnum er fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir. Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur. Að tala um að það sé þyngra en „tárum taki“ að börn missi af skólabúðum og að skólinn hafi brugðist í árferði sem hefur kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylla kröfur um aðbúnað – er óheppilegt svo ekki sé meira sagt. Það verður stöðugt erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því er flókið að snúa við. Þar skiptir þó máli að það samfélag sem skólinn starfar í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun