Við höfum efni á að gera betur! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. desember 2021 07:30 Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun