Fékk þriggja leikja bann í NFL fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:00 Antonio Brown var örugglega ekki svona kátur þegar hann frétti af leikbanninu. Getty/Julio Aguilar Stórstjarnan Antonio Brown er einn af þremur leikmönnum NFL-deildarinnar sem í gær voru dæmdir í þriggja leikja bann fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019. NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019.
NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira