Haukur Helgi um fyrsta leikinn í kvöld: Þurfti bara að fara að byrja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 13:15 Haukur Helgi Pálsson í leikmannamyndatöku Njarðvíkur. Nú fær hann loksins að klæðast búningi Njarðvíkur í leik. S2 Sport Haukur Helgi Pálsson spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Vestra í Ljónagryfjunni. Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira