Mögulega dýrara að gera við þakið eða bílinn eftir áramót Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 12:20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkisstjórnin muni framlengja tímabundna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða og fleira sem rennur að óbreyttu út um áramótin. Í fyrra hækkuðu stjórnvöld hlutfall endurgreiðslna og útvíkkuðu skilyrði í tengslum við aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira