Hildur Yeoman afhjúpar jólagluggann og jólalínuna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2021 15:13 Jólalína Hildur Yeoman. Saga Sig „Ég er mjög mikið jólabarn og á afmæli í desember, þetta er uppáhalds tíminn minn,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. Í dag afhjúpar hún jólaglugga verslunar sinnar en útstillingin vekur athygli í miðbænum á aðventunni á hverju ári. Ophelia jólalína hönnuðarins í ár er full af glimmeri, pallíettum og flaueli. Í tilefni af afhjúpun jólagluggans og jólalínunnar ætlar Hildur að vera með viðburð frá fjögur til sex í dag og DJ Dóra Júlía mun spila úti í glugga og skapa réttu stemninguna. Fyrstu sem versla úr línunni fá líka fallegan kaupauka á meðan birgðir endast. Jólalína Hildur Yeoman.Saga Sig „Við höfum verið að stækka heiminn okkar mikið undanfarið enda með stóra og glæsilega verslun á Laugavegi 7. Nú bjóðum við einnig upp á djúsí glimmer knitwear í bland við hlý og mjúk prjónasett og peysur. Við erum líka ofurspennt því ný sokkalínan okkar kemur núna fyrir jólin en munstrið í sokkunum og prjónasettunum okkar er unnið út frá prentunum okkar.“ Jólalína Hildur Yeoman.Saga Sig Hildur segir að þau séu einnig að hanna kerti sem framleidd eru í Grikklandi hjá gömlu fjölskyldufyrirtæki. Kertin eru öll handgerð og mikið dúllað við hvert eintak. Hún segist einstaklega spennt fyrir jólalínunni og vikunum fram undan. Jólalína Hildur Yeoman.Saga Sig „Línan er full af fallegum kjólum, skvísulegum settum , partýtoppum, flauliskjólum og pallíettustuði. Fullkomið fyrir þennann hátíðlega og skemmtilega tíma,“ segir Hildur. „Miðborgin er svo dásamleg í desember, það er svo mikill jólaandi í bænum. Allir skoppandi um í snjónum að fá sér jólaglögg og versla jólagjafir.“ Tíska og hönnun Jól Reykjavík Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ophelia jólalína hönnuðarins í ár er full af glimmeri, pallíettum og flaueli. Í tilefni af afhjúpun jólagluggans og jólalínunnar ætlar Hildur að vera með viðburð frá fjögur til sex í dag og DJ Dóra Júlía mun spila úti í glugga og skapa réttu stemninguna. Fyrstu sem versla úr línunni fá líka fallegan kaupauka á meðan birgðir endast. Jólalína Hildur Yeoman.Saga Sig „Við höfum verið að stækka heiminn okkar mikið undanfarið enda með stóra og glæsilega verslun á Laugavegi 7. Nú bjóðum við einnig upp á djúsí glimmer knitwear í bland við hlý og mjúk prjónasett og peysur. Við erum líka ofurspennt því ný sokkalínan okkar kemur núna fyrir jólin en munstrið í sokkunum og prjónasettunum okkar er unnið út frá prentunum okkar.“ Jólalína Hildur Yeoman.Saga Sig Hildur segir að þau séu einnig að hanna kerti sem framleidd eru í Grikklandi hjá gömlu fjölskyldufyrirtæki. Kertin eru öll handgerð og mikið dúllað við hvert eintak. Hún segist einstaklega spennt fyrir jólalínunni og vikunum fram undan. Jólalína Hildur Yeoman.Saga Sig „Línan er full af fallegum kjólum, skvísulegum settum , partýtoppum, flauliskjólum og pallíettustuði. Fullkomið fyrir þennann hátíðlega og skemmtilega tíma,“ segir Hildur. „Miðborgin er svo dásamleg í desember, það er svo mikill jólaandi í bænum. Allir skoppandi um í snjónum að fá sér jólaglögg og versla jólagjafir.“
Tíska og hönnun Jól Reykjavík Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira