Þyngdu dóm fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2021 18:19 Brotin voru framin sumarið 2016 á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið átti sér stað í Heiðmörk. Vísir / Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem á síðasta ári var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fötluðum skjólstæðingi sínum. Dómurinn var þyngdur úr tveimur árum í þrjú. Maðurinn var upphaflega dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí á síðasta ári. Hann var þá sakfelldur fyrir að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang og notfært sér þannig andlega og líkamlega fötlun hans en hinn dæmdi hafði starfað sem stuðningsfulltrúi brotaþola og annast hann í um áratug. Í dómi Landsréttar kemur fram að manninum hafi verið fullljós þroski og skilningur skjólstæðings síns og að brotaþoli hafi ekki við neinar aðstæður haft forsendur eða getu til að óska eftir eða gefa samþykki fyrir verknaði hins dæmda. Í dómnum er ennfremur sagt að maðurinn sé sakfelldur fyrir alvarleg brot gegn ungum fötluðum manni sem honum hafði verið trúað fyrir en hann hafi ítrekað nýtt sér algjört varnarleysi brotaþola og engu skeytt um hann og stöðu hans. Ásetningur hins dæmda til verksins var talinn sterkur. Í ákæru kemur fram að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömum og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Samkvæmt niðurstöðu matsmanna, sem fengnir voru til að leggja mat á hæfni brotaþola til að eiga samskipti við ákærða, hefur brotaþoli ekki hæfni til að láta í ljós sjálfstæðan vilja til kynmaka. Endurteknar athuganir á greindarþroska sýna vitsmunaþroska sem samsvarar þroska 18 mánaða barns og líklega yngra. Auk þess að dæma manninn í þriggja ára fangelsi var hann dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, 1,2 milljónir í skaðabætur til brotaþola auk málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Maðurinn var upphaflega dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí á síðasta ári. Hann var þá sakfelldur fyrir að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang og notfært sér þannig andlega og líkamlega fötlun hans en hinn dæmdi hafði starfað sem stuðningsfulltrúi brotaþola og annast hann í um áratug. Í dómi Landsréttar kemur fram að manninum hafi verið fullljós þroski og skilningur skjólstæðings síns og að brotaþoli hafi ekki við neinar aðstæður haft forsendur eða getu til að óska eftir eða gefa samþykki fyrir verknaði hins dæmda. Í dómnum er ennfremur sagt að maðurinn sé sakfelldur fyrir alvarleg brot gegn ungum fötluðum manni sem honum hafði verið trúað fyrir en hann hafi ítrekað nýtt sér algjört varnarleysi brotaþola og engu skeytt um hann og stöðu hans. Ásetningur hins dæmda til verksins var talinn sterkur. Í ákæru kemur fram að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömum og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Samkvæmt niðurstöðu matsmanna, sem fengnir voru til að leggja mat á hæfni brotaþola til að eiga samskipti við ákærða, hefur brotaþoli ekki hæfni til að láta í ljós sjálfstæðan vilja til kynmaka. Endurteknar athuganir á greindarþroska sýna vitsmunaþroska sem samsvarar þroska 18 mánaða barns og líklega yngra. Auk þess að dæma manninn í þriggja ára fangelsi var hann dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, 1,2 milljónir í skaðabætur til brotaþola auk málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59