Útilokar hvorki reglulega örvunarbólusetningu né aðgerðir næstu árin Árni Sæberg skrifar 4. desember 2021 14:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir okkar helstu von í baráttunni við kórónuveiruna vera að ná hjarðónæmi með náttúrulegum sýkingum. Í nýútkomni Læknablaði fer Þórólfur yfir stöðuna í baráttunni við Covid-19, sem hefur nú verið háð í 22 mánuði. Hann telur það raunhæfan möguleika að takast muni að komast út úr kórónufaraldrinum að mestu á næstu vikum eða mánuðum. „Hins vegar er óljóst hvort reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýjum bóluefnum,“ segir hann. Þórólfur segir tvær meginleiðir vera í boði. Annars vegar að þróuð verði virk lyfjameðferð við Covid-19 og hins vegar að hjarðónæmi náist. Vonir séu nú bundnar við að tvö lyf við Covid-19 komi á markað fljótlega en þau eru nú í skoðun hjá Lyfjastofnun Evrópu. Í skoðun sé hvort sækja eigi um undanþágu svo taka megi lyfin í notkun hér á landi. „ljóst er að lyfin munu verða dýr og einungis í boði fyrir þá sem líklegt er að veikist alvarlega af COVID-19. Einnig á eftir að koma í ljós hversu mikil virkni lyfjanna raunverulega er og hvort þau eru laus við aukaverkanir,“ segir Þórólfur. Sem áður segir bindur Þórólfur vonir helst við að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu. Hann segir þó að ef eitt hundrað eða færri greinist smitaðir á dag, muni taka eitt til tvö ár að ná ónæmi. „Allan þann tíma þyrftum við að búa við töluverðar takmarkanir til að missa ekki tökin á fjölda smita og jafnvel 100 smit á dag væru of mörg fyrir okkar spítalakerfi og samfélag.“ Hann segir jafnframt að mikilvægt að sé að grunnbólusetja alla og að flestir ef ekki allir þiggi örvunarbólusetningu. „Eitt er þó ljóst að baráttunni við COVID-19 mun ekki ljúka fyrr en tekist hefur að vinna bug á faraldrinum í heiminum öllum en það getur tekið nokkur ár. Við þurfum því að vera tilbúin til að beita ýmis konar aðgerðum á næstu árum í samræmi við þróun faraldursins hér á landi og annars staðar,“ segir Þórólfur í lok greinar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í nýútkomni Læknablaði fer Þórólfur yfir stöðuna í baráttunni við Covid-19, sem hefur nú verið háð í 22 mánuði. Hann telur það raunhæfan möguleika að takast muni að komast út úr kórónufaraldrinum að mestu á næstu vikum eða mánuðum. „Hins vegar er óljóst hvort reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýjum bóluefnum,“ segir hann. Þórólfur segir tvær meginleiðir vera í boði. Annars vegar að þróuð verði virk lyfjameðferð við Covid-19 og hins vegar að hjarðónæmi náist. Vonir séu nú bundnar við að tvö lyf við Covid-19 komi á markað fljótlega en þau eru nú í skoðun hjá Lyfjastofnun Evrópu. Í skoðun sé hvort sækja eigi um undanþágu svo taka megi lyfin í notkun hér á landi. „ljóst er að lyfin munu verða dýr og einungis í boði fyrir þá sem líklegt er að veikist alvarlega af COVID-19. Einnig á eftir að koma í ljós hversu mikil virkni lyfjanna raunverulega er og hvort þau eru laus við aukaverkanir,“ segir Þórólfur. Sem áður segir bindur Þórólfur vonir helst við að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu. Hann segir þó að ef eitt hundrað eða færri greinist smitaðir á dag, muni taka eitt til tvö ár að ná ónæmi. „Allan þann tíma þyrftum við að búa við töluverðar takmarkanir til að missa ekki tökin á fjölda smita og jafnvel 100 smit á dag væru of mörg fyrir okkar spítalakerfi og samfélag.“ Hann segir jafnframt að mikilvægt að sé að grunnbólusetja alla og að flestir ef ekki allir þiggi örvunarbólusetningu. „Eitt er þó ljóst að baráttunni við COVID-19 mun ekki ljúka fyrr en tekist hefur að vinna bug á faraldrinum í heiminum öllum en það getur tekið nokkur ár. Við þurfum því að vera tilbúin til að beita ýmis konar aðgerðum á næstu árum í samræmi við þróun faraldursins hér á landi og annars staðar,“ segir Þórólfur í lok greinar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira