Eldfjallið er það hæsta á eyjunni og liggur nú öskumökkur yfir eyjunni. Fólk flúði heimili sín í snarhasti en ekki er vitað um nokkuð mannfall vegna gossins. Fjallið gaus skyndilega í morgun og eru nokkrir aðliggjandi bæir þegar þaktir ösku.
Eldgosinu hefur fylgt þrumuveður og mikið úrfell sem hefur gert aðstæður enn verri. Vegna öskunnar hafa vegir og árfarvegir breyst í drullusvað og vitað er um minnst eina brú sem féll saman vegna drullunnar. Brúin tengdi bæina Pronojiwo og Candipuro en eyðilegging hennar hefur hægt á flótta íbúanna.
Jarðskjálftar og eldgos eru mjög algeng á Indónesíu og eru til að mynda 45 eldfjöll á Java einni flokkuð sem virk eldfjöll.