Undarlegt að starfsfólk þurfi að eiga við drukkna unglingahópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 18:37 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaupa. Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum. „Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira