Pétur Ingvarsson: Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því Sverrir Mar Smárason skrifar 4. desember 2021 20:34 Pétur Ingvarsson, þjálfair Blika, vareðlilega sáttur með öruggan sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Daníel Breiðablik vann 28 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Smáranum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Liðið skoraði 122 stig sem er það mesta sem það hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var að vonum ánægður í leikslok. „Að sjálfsögðu sáttir. Þetta spilaðist svolítið að okkur og eins og við vildum hafa þetta í öðrum leikhluta og það var erfitt fyrir þá að ná þessu eftir það,“ sagði Pétur. Breiðablik byrjaði hægt en gaf svo hressilega í þegar leið á fyrri hálfleik. Liðið skoraði til að mynda 39 stig í 2. leikhluta. Liðið fékk að stýra hraðanum og hlaupa eins og það vildi. „Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því þegar við skorum 122. Það hefur verið erfitt fyrir lið að halda í við okkur en það hefur vantað endahnútinn á leikina en það þurfti ekki í dag. Við erum kannski áfram með sama vandamál varðandi það að klára jafna leiki,“ sagði Pétur. Fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kringum 20 stig í leiknum. Gulls ígildi fyrir þjálfara og lið að fá stig úr öllum áttum og Pétur segir það þurfa að vera svoleiðis þegar sótt er hratt. „Þegar við spilum hratt og skorum mörg stig þá þurfa einhverjir að skora. Það er ekki hægt að einn maður skori þetta allt. Þetta verður að dreifast svolítið á menn og það verður erfiðara að eiga við okkur varnarlega ef allir geta skorað. Þetta eru mikið af auðveldum körfum, mikið af hlaupum og opnum þriggja stiga skotum. Ef menn geta sett þetta ofan í þá eru menn í góðum málum,“ sagði Pétur um dreifingu stiga í dag. Sinisa Bilic, leikmaður Blika, var hvergi sjáanlegur í Smáranum í kvöld. Eitthvað hefur verið talað um það að hann sé farinn frá félaginu. Pétur staðfesti í viðtalinu að svo sé. „Hann bara sagði upp samningnum 1. desember og er bara farinn. Það er ekkert flóknara en það að hann hætti bara með okkur. Við höfum oft hætt með leikmönnum en núna hætti hann bara með okkur,“ sagði Pétur um Bilic sem nú er orðinn fyrrum leikmaður Breiðabliks. Blikar unnu sinn annan sigur í deildinni með sigrinum í kvöld og eru því komnir með 4 stig. Næst eiga þeir Vestra á Ísafirði sem Pétur heldur að verði mjög erfiður leikur. „Við eigum Vestra í næsta leik fyrir vestan og það verður gríðarlega erfiður leikur. Að vera ekki með Bilic munar rosalega fyrir okkur því við erum ekki hávaxnasta liðið. Getum ekkert bætt við okkur núna svo það verður mjög erfiður leikur. Það er bara næsti leikur og maður er ekkert farinn að hugsa neitt meira en það,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
„Að sjálfsögðu sáttir. Þetta spilaðist svolítið að okkur og eins og við vildum hafa þetta í öðrum leikhluta og það var erfitt fyrir þá að ná þessu eftir það,“ sagði Pétur. Breiðablik byrjaði hægt en gaf svo hressilega í þegar leið á fyrri hálfleik. Liðið skoraði til að mynda 39 stig í 2. leikhluta. Liðið fékk að stýra hraðanum og hlaupa eins og það vildi. „Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því þegar við skorum 122. Það hefur verið erfitt fyrir lið að halda í við okkur en það hefur vantað endahnútinn á leikina en það þurfti ekki í dag. Við erum kannski áfram með sama vandamál varðandi það að klára jafna leiki,“ sagði Pétur. Fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kringum 20 stig í leiknum. Gulls ígildi fyrir þjálfara og lið að fá stig úr öllum áttum og Pétur segir það þurfa að vera svoleiðis þegar sótt er hratt. „Þegar við spilum hratt og skorum mörg stig þá þurfa einhverjir að skora. Það er ekki hægt að einn maður skori þetta allt. Þetta verður að dreifast svolítið á menn og það verður erfiðara að eiga við okkur varnarlega ef allir geta skorað. Þetta eru mikið af auðveldum körfum, mikið af hlaupum og opnum þriggja stiga skotum. Ef menn geta sett þetta ofan í þá eru menn í góðum málum,“ sagði Pétur um dreifingu stiga í dag. Sinisa Bilic, leikmaður Blika, var hvergi sjáanlegur í Smáranum í kvöld. Eitthvað hefur verið talað um það að hann sé farinn frá félaginu. Pétur staðfesti í viðtalinu að svo sé. „Hann bara sagði upp samningnum 1. desember og er bara farinn. Það er ekkert flóknara en það að hann hætti bara með okkur. Við höfum oft hætt með leikmönnum en núna hætti hann bara með okkur,“ sagði Pétur um Bilic sem nú er orðinn fyrrum leikmaður Breiðabliks. Blikar unnu sinn annan sigur í deildinni með sigrinum í kvöld og eru því komnir með 4 stig. Næst eiga þeir Vestra á Ísafirði sem Pétur heldur að verði mjög erfiður leikur. „Við eigum Vestra í næsta leik fyrir vestan og það verður gríðarlega erfiður leikur. Að vera ekki með Bilic munar rosalega fyrir okkur því við erum ekki hávaxnasta liðið. Getum ekkert bætt við okkur núna svo það verður mjög erfiður leikur. Það er bara næsti leikur og maður er ekkert farinn að hugsa neitt meira en það,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41