Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 22:22 Daníel Guðni var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir / Bára Dröfn „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“ UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“
UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47