„Madame la capitale“ er úr takti við tíðarandann Tómas Ellert Tómasson skrifar 5. desember 2021 14:10 Öldur jólabókaflóðsins eru nú að nálgast háflóð. Háflóðið skellur á landanum þegar fjárlagafrumvarp höfuðborgarstjórnarinnar, „Madame la capitale“ verður lögfest síðar í mánuðinum. Frumvarpið sem er það fimmta í ritröð maddömunar er á köflum hin áhugaverðasta lesning. Það sem gerir frumvarpið áhugavert, er hve fyrirsjáanlegt innihaldið er og hvernig það stangast á við fagurgalana í aðdraganda kosninga. Fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu um að þar „endurspeglist áhersla á að vaxa út úr kreppunni og halda áfram að byggja upp velsæld með traustum efnahag, fjárfestingum í fólki, innviðum og nýsköpun“, eru hvergi að sjá þegar frumvarpið er lesið og krufið. Heldur þvert á móti að þá gefur það til kynna ekki bara áframhaldandi kyrrstöðu um mikilvæg málefni heldur einnig mikla afturför, svo sem í fjárfestingu í innviðum og fólki, þá sérstaklega á landsbyggðinni. Loforð fyrir kosningar um átak í samgöngumálum og bætt fjarskipti í þorpum og bæjum á landsbyggðinni eru nú fallin í gleymskunnar dá. Nú skulu öll vötn renna til Reykjavíkur, til kostunar kosningaloforða borgarstjórnarmeirihlutans. Borgarlínubrellan mun fá á þriðja milljarð króna á ári næstu árin. Reykjavíkurflugvöllur og Sundabraut fá að bíða enn. Fjárfestingar fegraðar Það er nokkuð skondið að sjá í fjárlagafrumvarpinu á bls. 95 hvernig opinber fjárfesting næsta árs er framsett í línuriti sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), hún sögð öflug, yfir 2% meðaltali síðustu ára og verði 2,7% á næsta ári að meðtalinni borgarlínubrellunni (rauða brotalínan) (sjá línurit að neðan). Í fjárlagafrumvarpinu er valið að nota árið 2005 sem jaðarskilyrði til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022. Það er augljóslega gert til að fá sem lægsta samnefnarann og gera fjárfestinguna fegurri en hún er í raun. Því miður fyrir fjármálaráðherra að þá fyrirfórst það hjá starfsmönnum hans í fjármálaráðuneytinu að hreinsa út eldri tölurnar í ítargögnunum sem fylgja fjárlagafrumvarpinu, þannig að nú má sjá fegrunaraðgerðina með berum augum. Frekar klaufalegt, því í ítargögnunum má nefnilega sjá fjárfestingar ríkisins aftur til ársins 1998 sem hlutfall af VLF sem gefa allt aðra mynd en sýnd er. Ef árið 1998 hefði verið notað sem jaðarskilyrði og til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022 þá lítur myndin ekki eins vel út (sjá línurit að neðan). Þá má sjá að á tímabilinu 1998-2004, árunum sem var sleppt í samanburðinum, var meðaltal fjárfestinga 2,7% af VLF og að hæst fór fjárfestingin í 3,1% af VLF. Einnig má sjá að meðaltal fjárfestinga frá árinu 1998 til 2022 er 2,2%. Auk þessa má sjá hve gríðarleg uppsöfnuð fjárfestingaþörfin er hjá ríkinu sem rímar vel við niðurstöður úttektar Samtaka Iðnaðarins og félags ráðgjafaverkfræðinga sem kynnt var fyrr á árinu - „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“. Í þeirri skýrslu segir meðal annars: Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun Með fjárfestingum í innviðum er fjárfest í lífsgæðum og hagvexti framtíðarinnar. Innviðafjárfesting á mörgum sviðum hefur verið lítil undanfarin ár og að óbreyttu eru horfurnar víða ekki góðar. Innviðauppbyggingu þarf nauðsynlega að setja í forgang til að mæta nýjum áskorunum og tækifærum sem felast í samfélagsbreytingum og efnahagsþróun næstu ára. Fallin í fimmta sinn Þegar gamlar hetjur senda frá sér nýjar bækur bíður þeirra ávallt dyggur hópur lesenda sem dásamar gömlu glæðurnar. Bækurnar fá endalausa umfjöllun í sjónvarpi og útvarpi, sem stjórnað er af fólki sem hrifust af þeim þegar þeir voru upp á sitt besta og hrífast enn. Það sama er upp á teningunum nú þó þetta nýjasta fjárlagafrumvarp sé hvorki erfiður sagnastíll né nýstárleg tilraun með ferskum blæ. Þetta eru gamlar tuggur, þægilega kunnuglegar fyrir þá sem til þekkja og í engu samræmi við fagurgalana sem hljómuðu í september síðastliðnum. Það er helst að upp komi í hugann við lesturinn, dægurflugan „Fallinn“ með Tívolí sem fjallar um námsmann sem er fullur vonleysis og vanlíðanar þar sem eitt skelfilega skiptið enn, hann er fallinn með 4,9. Það sama á við um fjárlagafrumvarpið 2022, „Madame la capitale“ er nú fallin í fimmta sinn og í engum takti við tíðarandann. Höfundur er byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Fjárlagafrumvarpið ásamt ítargögnum má finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarlog/fjarlog-fyrir-arid-2022/#gogn „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“ https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Innvidir-a-Islandi_skyrsla_opnur.pdf „Fallinn“ með Tívolí https://www.youtube.com/watch?v=XOLam7JaTZs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2022 Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Öldur jólabókaflóðsins eru nú að nálgast háflóð. Háflóðið skellur á landanum þegar fjárlagafrumvarp höfuðborgarstjórnarinnar, „Madame la capitale“ verður lögfest síðar í mánuðinum. Frumvarpið sem er það fimmta í ritröð maddömunar er á köflum hin áhugaverðasta lesning. Það sem gerir frumvarpið áhugavert, er hve fyrirsjáanlegt innihaldið er og hvernig það stangast á við fagurgalana í aðdraganda kosninga. Fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu um að þar „endurspeglist áhersla á að vaxa út úr kreppunni og halda áfram að byggja upp velsæld með traustum efnahag, fjárfestingum í fólki, innviðum og nýsköpun“, eru hvergi að sjá þegar frumvarpið er lesið og krufið. Heldur þvert á móti að þá gefur það til kynna ekki bara áframhaldandi kyrrstöðu um mikilvæg málefni heldur einnig mikla afturför, svo sem í fjárfestingu í innviðum og fólki, þá sérstaklega á landsbyggðinni. Loforð fyrir kosningar um átak í samgöngumálum og bætt fjarskipti í þorpum og bæjum á landsbyggðinni eru nú fallin í gleymskunnar dá. Nú skulu öll vötn renna til Reykjavíkur, til kostunar kosningaloforða borgarstjórnarmeirihlutans. Borgarlínubrellan mun fá á þriðja milljarð króna á ári næstu árin. Reykjavíkurflugvöllur og Sundabraut fá að bíða enn. Fjárfestingar fegraðar Það er nokkuð skondið að sjá í fjárlagafrumvarpinu á bls. 95 hvernig opinber fjárfesting næsta árs er framsett í línuriti sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), hún sögð öflug, yfir 2% meðaltali síðustu ára og verði 2,7% á næsta ári að meðtalinni borgarlínubrellunni (rauða brotalínan) (sjá línurit að neðan). Í fjárlagafrumvarpinu er valið að nota árið 2005 sem jaðarskilyrði til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022. Það er augljóslega gert til að fá sem lægsta samnefnarann og gera fjárfestinguna fegurri en hún er í raun. Því miður fyrir fjármálaráðherra að þá fyrirfórst það hjá starfsmönnum hans í fjármálaráðuneytinu að hreinsa út eldri tölurnar í ítargögnunum sem fylgja fjárlagafrumvarpinu, þannig að nú má sjá fegrunaraðgerðina með berum augum. Frekar klaufalegt, því í ítargögnunum má nefnilega sjá fjárfestingar ríkisins aftur til ársins 1998 sem hlutfall af VLF sem gefa allt aðra mynd en sýnd er. Ef árið 1998 hefði verið notað sem jaðarskilyrði og til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022 þá lítur myndin ekki eins vel út (sjá línurit að neðan). Þá má sjá að á tímabilinu 1998-2004, árunum sem var sleppt í samanburðinum, var meðaltal fjárfestinga 2,7% af VLF og að hæst fór fjárfestingin í 3,1% af VLF. Einnig má sjá að meðaltal fjárfestinga frá árinu 1998 til 2022 er 2,2%. Auk þessa má sjá hve gríðarleg uppsöfnuð fjárfestingaþörfin er hjá ríkinu sem rímar vel við niðurstöður úttektar Samtaka Iðnaðarins og félags ráðgjafaverkfræðinga sem kynnt var fyrr á árinu - „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“. Í þeirri skýrslu segir meðal annars: Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun Með fjárfestingum í innviðum er fjárfest í lífsgæðum og hagvexti framtíðarinnar. Innviðafjárfesting á mörgum sviðum hefur verið lítil undanfarin ár og að óbreyttu eru horfurnar víða ekki góðar. Innviðauppbyggingu þarf nauðsynlega að setja í forgang til að mæta nýjum áskorunum og tækifærum sem felast í samfélagsbreytingum og efnahagsþróun næstu ára. Fallin í fimmta sinn Þegar gamlar hetjur senda frá sér nýjar bækur bíður þeirra ávallt dyggur hópur lesenda sem dásamar gömlu glæðurnar. Bækurnar fá endalausa umfjöllun í sjónvarpi og útvarpi, sem stjórnað er af fólki sem hrifust af þeim þegar þeir voru upp á sitt besta og hrífast enn. Það sama er upp á teningunum nú þó þetta nýjasta fjárlagafrumvarp sé hvorki erfiður sagnastíll né nýstárleg tilraun með ferskum blæ. Þetta eru gamlar tuggur, þægilega kunnuglegar fyrir þá sem til þekkja og í engu samræmi við fagurgalana sem hljómuðu í september síðastliðnum. Það er helst að upp komi í hugann við lesturinn, dægurflugan „Fallinn“ með Tívolí sem fjallar um námsmann sem er fullur vonleysis og vanlíðanar þar sem eitt skelfilega skiptið enn, hann er fallinn með 4,9. Það sama á við um fjárlagafrumvarpið 2022, „Madame la capitale“ er nú fallin í fimmta sinn og í engum takti við tíðarandann. Höfundur er byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Fjárlagafrumvarpið ásamt ítargögnum má finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarlog/fjarlog-fyrir-arid-2022/#gogn „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“ https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Innvidir-a-Islandi_skyrsla_opnur.pdf „Fallinn“ með Tívolí https://www.youtube.com/watch?v=XOLam7JaTZs
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar