Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 21:15 Gígurinn sem vísindamenn á vegum Almannavarna reyna nú að komast að hvenær myndaðist. Vísir/RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. Jarðfræðingar hafa rýnt í einhverjar myndanna með von um að geta fundið út hvenær gígurinn á myndinni hér að ofan myndaðist. Bjarki Friis Kaldalóns, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi nú í kvöld að verulega hafi tekið að hægjast á sigi íshellunnar. Þá væri svokallaður hlaupórói á hraðri niðurleið og hafi verið það síðan í nótt. „Líklega náði hlaupið hámarki í nótt. Það var tekin rennslismæling í morgun og þá var rennslið 2.800 rúmmetrar á sekúndu. Það var 2.600 rúmmetrar á sekúndu á sama tíma í gær.“ Bjarki segir þó óljóst hversu langt yfir þeim 2.800 rúmmetrum sem mældist hlaupið fór, þar sem stöðugar mælingar séu ekki framkvæmdar á rennslinu. Talið sé að um 3.000 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið um Gígjukvísl. Vísindamenn þurfi þó tíma til að rýna í gögnin til að geta slegið því föstu. Þá hafi eina skjálftavirknin sem mælst hafi á svæðinu verið vegna ísskjálfta, sem myndast þegar íshellur brotna með tilheyrandi látum. Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem Ragnar tók á flugi í gær. Stór sprunga í ísnum.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Að neðan má svo sjá mynd sem Njáll Fannar Reynisson hjá Veðurstofunni tók. Jarðvísindamenn hjá Almannavörnum vilja komast að því hvenær þessi gígur myndaðist.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar RAX Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jarðfræðingar hafa rýnt í einhverjar myndanna með von um að geta fundið út hvenær gígurinn á myndinni hér að ofan myndaðist. Bjarki Friis Kaldalóns, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi nú í kvöld að verulega hafi tekið að hægjast á sigi íshellunnar. Þá væri svokallaður hlaupórói á hraðri niðurleið og hafi verið það síðan í nótt. „Líklega náði hlaupið hámarki í nótt. Það var tekin rennslismæling í morgun og þá var rennslið 2.800 rúmmetrar á sekúndu. Það var 2.600 rúmmetrar á sekúndu á sama tíma í gær.“ Bjarki segir þó óljóst hversu langt yfir þeim 2.800 rúmmetrum sem mældist hlaupið fór, þar sem stöðugar mælingar séu ekki framkvæmdar á rennslinu. Talið sé að um 3.000 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið um Gígjukvísl. Vísindamenn þurfi þó tíma til að rýna í gögnin til að geta slegið því föstu. Þá hafi eina skjálftavirknin sem mælst hafi á svæðinu verið vegna ísskjálfta, sem myndast þegar íshellur brotna með tilheyrandi látum. Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem Ragnar tók á flugi í gær. Stór sprunga í ísnum.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Að neðan má svo sjá mynd sem Njáll Fannar Reynisson hjá Veðurstofunni tók. Jarðvísindamenn hjá Almannavörnum vilja komast að því hvenær þessi gígur myndaðist.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar RAX Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira