Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 21:15 Gígurinn sem vísindamenn á vegum Almannavarna reyna nú að komast að hvenær myndaðist. Vísir/RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. Jarðfræðingar hafa rýnt í einhverjar myndanna með von um að geta fundið út hvenær gígurinn á myndinni hér að ofan myndaðist. Bjarki Friis Kaldalóns, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi nú í kvöld að verulega hafi tekið að hægjast á sigi íshellunnar. Þá væri svokallaður hlaupórói á hraðri niðurleið og hafi verið það síðan í nótt. „Líklega náði hlaupið hámarki í nótt. Það var tekin rennslismæling í morgun og þá var rennslið 2.800 rúmmetrar á sekúndu. Það var 2.600 rúmmetrar á sekúndu á sama tíma í gær.“ Bjarki segir þó óljóst hversu langt yfir þeim 2.800 rúmmetrum sem mældist hlaupið fór, þar sem stöðugar mælingar séu ekki framkvæmdar á rennslinu. Talið sé að um 3.000 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið um Gígjukvísl. Vísindamenn þurfi þó tíma til að rýna í gögnin til að geta slegið því föstu. Þá hafi eina skjálftavirknin sem mælst hafi á svæðinu verið vegna ísskjálfta, sem myndast þegar íshellur brotna með tilheyrandi látum. Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem Ragnar tók á flugi í gær. Stór sprunga í ísnum.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Að neðan má svo sjá mynd sem Njáll Fannar Reynisson hjá Veðurstofunni tók. Jarðvísindamenn hjá Almannavörnum vilja komast að því hvenær þessi gígur myndaðist.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar RAX Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Jarðfræðingar hafa rýnt í einhverjar myndanna með von um að geta fundið út hvenær gígurinn á myndinni hér að ofan myndaðist. Bjarki Friis Kaldalóns, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi nú í kvöld að verulega hafi tekið að hægjast á sigi íshellunnar. Þá væri svokallaður hlaupórói á hraðri niðurleið og hafi verið það síðan í nótt. „Líklega náði hlaupið hámarki í nótt. Það var tekin rennslismæling í morgun og þá var rennslið 2.800 rúmmetrar á sekúndu. Það var 2.600 rúmmetrar á sekúndu á sama tíma í gær.“ Bjarki segir þó óljóst hversu langt yfir þeim 2.800 rúmmetrum sem mældist hlaupið fór, þar sem stöðugar mælingar séu ekki framkvæmdar á rennslinu. Talið sé að um 3.000 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið um Gígjukvísl. Vísindamenn þurfi þó tíma til að rýna í gögnin til að geta slegið því föstu. Þá hafi eina skjálftavirknin sem mælst hafi á svæðinu verið vegna ísskjálfta, sem myndast þegar íshellur brotna með tilheyrandi látum. Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem Ragnar tók á flugi í gær. Stór sprunga í ísnum.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Að neðan má svo sjá mynd sem Njáll Fannar Reynisson hjá Veðurstofunni tók. Jarðvísindamenn hjá Almannavörnum vilja komast að því hvenær þessi gígur myndaðist.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar RAX Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira