Ljónin tileinkuðu fyrsta sigurinn fórnarlömbum skotárásarinnar í Oxford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 14:01 Detroit Lions leikmennirnir Josh Woods (51) og Austin Bryant fagna hér langþráðum sigri liðsins í NFL-deildinni í gær. AP/Paul Sancya NFL-deildin er óútreiknanleg og spennan í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni minnkaði ekki eftir úrslitin um helgina. Það er sérstaklega í Ameríkudeildinni sem öll er í einum hnút. Tom Brady og Patrick Mahomes leiddu báðir lið sín til sigurs en á meðan Brady fór enn einu sinni á kostum þá var sóknarleikur Mahomes og félaga ekki sannfærandi. Vörnin er hins vegar miklu betri sem eru góðar fréttir. Arizona Cardinals varð fyrsta liðið til að vinna tíu leiki í vetur þegar liðið vann 33-22 sigur á Chicago Bears. Höfrungarnir frá Miami eru líka á siglingu eftir fimmta sigurleik sinn í röð. Detriot Lions var síðasta liðið í deildinni til að vinna leik í vetur og eins og liðið hefur tapað mörgum leikjum á dramatískan hátt þá vantaði ekki dramatíkina í 29-27 sigri á Minnesota Vikings. Coach Campbell dedicated today's game ball to the Oxford community. pic.twitter.com/kcC2zQ3IVt— Detroit Lions (@Lions) December 5, 2021 Útherjinn Amon-Ra St. Brown skoraði sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út. Jared Goff fann nýliðann en Goff var þarna að vinna sinn fyrsta leik með Detroit Lions frá því að hann kom þangað frá Los Angeles Rams í skiptum fyrir Matt Stafford. Big day in Detroit.Full game highlights from the @Lions last-second victory in Week 13! #OnePride pic.twitter.com/729ockrhsY— NFL (@NFL) December 5, 2021 Detroit-liðið hafði klúðrað mörgum jöfnum leikjum í vetur og gert eitt jafntefli. Nú kom loksins fyrsti sigurinn og þjálfarinn Dan Campbell tileinkaði sigurinn fórnarlömbum skotárásarinnar í Oxford-menntaskólanum rétt fyrir utan Detroit-borg. Too easy for Kyler. His second rushing TD of the day. #RedSea @K1 : #AZvsCHI on FOX : NFL app pic.twitter.com/psrJcUfD71— NFL (@NFL) December 5, 2021 Kyler Murray kom aftur inn í lið Arizona Cardinals eftir meiðsli og leiddi það til 33-22 sigurs á Chicago Bears. Murray átti tvær snertimarkssendingar og skoraði líka tvö snertimörk sjálfur og liðið hefur nú unnið tíu af tólf leikjum tímabilsins sem er besti árangurinn í deildinni. Tom Brady átti fjórar snertimarkssendingar þegar Tampa Bay Buccaneers vann 30-17 sigur á Atlanta Falcons. Meistarar Bucs hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum og stigu einu skrefi nær að vinna Suðurriðil Þjóðardeildarinnar. Daniel Sorensen TO THE HOUSE. 75-yard Pick-6! #ChiefsKingdom : #DENvsKC on NBC : https://t.co/uJbgLU8JP7 pic.twitter.com/q1ghcQNmCn— NFL (@NFL) December 6, 2021 Patrick Mahomes átti ekki eina snertimarkssendingu en lið hans Kansas City Chiefs vann engu að síður 22-9 sigur á Denver Broncos. Mahomes skoraði eitt snertimark með því að hlaupa sjálfur með boltann yfir línuna. Chiefs-liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð og er á toppnum í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar. Tua Tagovailoa átti tvær snertimarkssendingar þegar Miami Dolphins vann 20-9 sigur á New York Giants en liðið sem byrjaði tímabilið 1-7 er nú komið með 6-7 árangur eftir fimm sigurleiki í röð. Hlauparinn Jonathan Taylor heldur áfram að blómstra en hann fór yfir hundrað jardana í sjöunda sinn í vetur og skoraði tvö snertimörk þegar Indianapolis Colts vann 31-0 sigur á Houston Texans. Texans varð um leið fyrsta liðið í deildinni sem á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. The two-point attempt is NO GOOD. #BALvsPIT pic.twitter.com/tl74jaHz9x— NFL (@NFL) December 6, 2021 This close! @Steelers win 20-19. #BALvsPIT pic.twitter.com/hlDVeGV2Rw— NFL (@NFL) December 6, 2021 Baltimore Ravens missti toppsætið í Ameríkudeildinni eftir 20-19 tap á móti Pittsburgh Steelers. Þjálfarinn John Harbaugh reyndi að fá tvö stig eftir síðasta snertimarkið og vinna leikinn í stað þess að sparka fyrir aukastiginu og fara í framlengingu. Seattle Seahawks hélt sínu tímabili á lífi eftir 30-23 sigur á San Francisco 49ers þrátt fyrir að lenda tíu stigum undir. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, átti sinn besta leik eftir að hann kom aftur til baka eftir meiðslin. The top of the AFC standings is looking SPICY pic.twitter.com/6HQWRLJ3Uj— NFL on ESPN (@ESPNNFL) December 6, 2021 Spennan er gríðarlega í Ameríkudeildinni. New England Patriots er á toppnum með 8-4 árangur en tap í kvöld á móti Buffalo Bills myndi þýða að liðið dytti niður í fimmta sætið. Tennessee Titans, Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs eru öll með átta sigra og fjögur töp eins og Patriots auk þess sem Bills nær því líka með sigri í kvöld. Los Angeles Chargers og Cincinnati Bengals eru bæði með 7-5 árangur og inni í úrslitakeppninni eins og er en rétt á eftir eru lið Pittsburgh Steelers (6-5-1) og Indianapolis Colts (7-6). Þá má ekki gleyma Las Vegas Raiders, Cleveland Browns og Denver Broncos sem eru með 6-6 árangur og þá hið sjóðheita lið Miami Dolphins með 6-7 árangur. Það eiga því enn fjöldi liða góða möguleika á sæti í úrslitakeppni Ameríkudeildarinnar. Every touchdown from NFL RedZone in Week 13! pic.twitter.com/vdjWAEKv5N— NFL (@NFL) December 6, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Tampa Bay Buccaneers 30 - Atlanta Falcons 17 Arizona Cardinals 33 - Chicago Bears 22 Los Angeles Chargers 41 - Cincinnati Bengals 22 Detroit Lions 29 - Minnesota Vikings 27 Miami Dolphins 20 - New York Giants 9 Philadelphia Eagles 33 - New York Jets 18 Indianapolis 31 - Houston Texans 0 Washington Football Team 17 - Las Vegas Raiders 15 Los Angeles Rams 37 - Jacksonville Jaguars 7 Pittsburgh Steelers 20 - Baltimore Ravens 19 Seattle Seahawks 30 - San Francisco 49ers 23 Kansas City Chiefs 22 - Denver Broncos 9 NFL Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Tom Brady og Patrick Mahomes leiddu báðir lið sín til sigurs en á meðan Brady fór enn einu sinni á kostum þá var sóknarleikur Mahomes og félaga ekki sannfærandi. Vörnin er hins vegar miklu betri sem eru góðar fréttir. Arizona Cardinals varð fyrsta liðið til að vinna tíu leiki í vetur þegar liðið vann 33-22 sigur á Chicago Bears. Höfrungarnir frá Miami eru líka á siglingu eftir fimmta sigurleik sinn í röð. Detriot Lions var síðasta liðið í deildinni til að vinna leik í vetur og eins og liðið hefur tapað mörgum leikjum á dramatískan hátt þá vantaði ekki dramatíkina í 29-27 sigri á Minnesota Vikings. Coach Campbell dedicated today's game ball to the Oxford community. pic.twitter.com/kcC2zQ3IVt— Detroit Lions (@Lions) December 5, 2021 Útherjinn Amon-Ra St. Brown skoraði sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út. Jared Goff fann nýliðann en Goff var þarna að vinna sinn fyrsta leik með Detroit Lions frá því að hann kom þangað frá Los Angeles Rams í skiptum fyrir Matt Stafford. Big day in Detroit.Full game highlights from the @Lions last-second victory in Week 13! #OnePride pic.twitter.com/729ockrhsY— NFL (@NFL) December 5, 2021 Detroit-liðið hafði klúðrað mörgum jöfnum leikjum í vetur og gert eitt jafntefli. Nú kom loksins fyrsti sigurinn og þjálfarinn Dan Campbell tileinkaði sigurinn fórnarlömbum skotárásarinnar í Oxford-menntaskólanum rétt fyrir utan Detroit-borg. Too easy for Kyler. His second rushing TD of the day. #RedSea @K1 : #AZvsCHI on FOX : NFL app pic.twitter.com/psrJcUfD71— NFL (@NFL) December 5, 2021 Kyler Murray kom aftur inn í lið Arizona Cardinals eftir meiðsli og leiddi það til 33-22 sigurs á Chicago Bears. Murray átti tvær snertimarkssendingar og skoraði líka tvö snertimörk sjálfur og liðið hefur nú unnið tíu af tólf leikjum tímabilsins sem er besti árangurinn í deildinni. Tom Brady átti fjórar snertimarkssendingar þegar Tampa Bay Buccaneers vann 30-17 sigur á Atlanta Falcons. Meistarar Bucs hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum og stigu einu skrefi nær að vinna Suðurriðil Þjóðardeildarinnar. Daniel Sorensen TO THE HOUSE. 75-yard Pick-6! #ChiefsKingdom : #DENvsKC on NBC : https://t.co/uJbgLU8JP7 pic.twitter.com/q1ghcQNmCn— NFL (@NFL) December 6, 2021 Patrick Mahomes átti ekki eina snertimarkssendingu en lið hans Kansas City Chiefs vann engu að síður 22-9 sigur á Denver Broncos. Mahomes skoraði eitt snertimark með því að hlaupa sjálfur með boltann yfir línuna. Chiefs-liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð og er á toppnum í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar. Tua Tagovailoa átti tvær snertimarkssendingar þegar Miami Dolphins vann 20-9 sigur á New York Giants en liðið sem byrjaði tímabilið 1-7 er nú komið með 6-7 árangur eftir fimm sigurleiki í röð. Hlauparinn Jonathan Taylor heldur áfram að blómstra en hann fór yfir hundrað jardana í sjöunda sinn í vetur og skoraði tvö snertimörk þegar Indianapolis Colts vann 31-0 sigur á Houston Texans. Texans varð um leið fyrsta liðið í deildinni sem á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. The two-point attempt is NO GOOD. #BALvsPIT pic.twitter.com/tl74jaHz9x— NFL (@NFL) December 6, 2021 This close! @Steelers win 20-19. #BALvsPIT pic.twitter.com/hlDVeGV2Rw— NFL (@NFL) December 6, 2021 Baltimore Ravens missti toppsætið í Ameríkudeildinni eftir 20-19 tap á móti Pittsburgh Steelers. Þjálfarinn John Harbaugh reyndi að fá tvö stig eftir síðasta snertimarkið og vinna leikinn í stað þess að sparka fyrir aukastiginu og fara í framlengingu. Seattle Seahawks hélt sínu tímabili á lífi eftir 30-23 sigur á San Francisco 49ers þrátt fyrir að lenda tíu stigum undir. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, átti sinn besta leik eftir að hann kom aftur til baka eftir meiðslin. The top of the AFC standings is looking SPICY pic.twitter.com/6HQWRLJ3Uj— NFL on ESPN (@ESPNNFL) December 6, 2021 Spennan er gríðarlega í Ameríkudeildinni. New England Patriots er á toppnum með 8-4 árangur en tap í kvöld á móti Buffalo Bills myndi þýða að liðið dytti niður í fimmta sætið. Tennessee Titans, Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs eru öll með átta sigra og fjögur töp eins og Patriots auk þess sem Bills nær því líka með sigri í kvöld. Los Angeles Chargers og Cincinnati Bengals eru bæði með 7-5 árangur og inni í úrslitakeppninni eins og er en rétt á eftir eru lið Pittsburgh Steelers (6-5-1) og Indianapolis Colts (7-6). Þá má ekki gleyma Las Vegas Raiders, Cleveland Browns og Denver Broncos sem eru með 6-6 árangur og þá hið sjóðheita lið Miami Dolphins með 6-7 árangur. Það eiga því enn fjöldi liða góða möguleika á sæti í úrslitakeppni Ameríkudeildarinnar. Every touchdown from NFL RedZone in Week 13! pic.twitter.com/vdjWAEKv5N— NFL (@NFL) December 6, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Tampa Bay Buccaneers 30 - Atlanta Falcons 17 Arizona Cardinals 33 - Chicago Bears 22 Los Angeles Chargers 41 - Cincinnati Bengals 22 Detroit Lions 29 - Minnesota Vikings 27 Miami Dolphins 20 - New York Giants 9 Philadelphia Eagles 33 - New York Jets 18 Indianapolis 31 - Houston Texans 0 Washington Football Team 17 - Las Vegas Raiders 15 Los Angeles Rams 37 - Jacksonville Jaguars 7 Pittsburgh Steelers 20 - Baltimore Ravens 19 Seattle Seahawks 30 - San Francisco 49ers 23 Kansas City Chiefs 22 - Denver Broncos 9
Úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Tampa Bay Buccaneers 30 - Atlanta Falcons 17 Arizona Cardinals 33 - Chicago Bears 22 Los Angeles Chargers 41 - Cincinnati Bengals 22 Detroit Lions 29 - Minnesota Vikings 27 Miami Dolphins 20 - New York Giants 9 Philadelphia Eagles 33 - New York Jets 18 Indianapolis 31 - Houston Texans 0 Washington Football Team 17 - Las Vegas Raiders 15 Los Angeles Rams 37 - Jacksonville Jaguars 7 Pittsburgh Steelers 20 - Baltimore Ravens 19 Seattle Seahawks 30 - San Francisco 49ers 23 Kansas City Chiefs 22 - Denver Broncos 9
NFL Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti