Tónlist

Tóti Guðnason hlýtur viðurkenningu Nordic Film Music fyrir Dýrið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið
Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið Aðsent

Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín – Berlinale eru árlega veitt viðurkenningin HARPA Nordic Film Music Days & Composers Award eða norræn verðlan kvikmyndatónskálda til að leggja áherslu á gæði norrænnar kvikmyndatónlistar.

Markmiðið er að efla listrænt og tónlistarlegt samspil Norðurlandanna og efla þeirra vettvang á evrópskum mörkuðum í heild.

Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið (e. LAMB). Dómnefndin valdi verk hans með eftirfarandi rökstuðningi: 

„Kvikmyndin Dýrið er yfirnáttúruleg hryllingsmynd sem gerist á sauðfjárbúi á Íslandi og fylgir barnlausum hjónum í gegnum undarlega atburði sem gerast á bænum. Frumsamin tónlist myndarinnar er samin af Tóta Guðnasyni og ber sterk einkenni tónskáldsins. Myndin sem heldur jafnvægi á milli þess að vera yfirnáttúruleg spennumynd og fáránleg gamanmynd, lætur margt ósagt og byggir á sjónrænni frásagnarlist, leikin yfir tignarlega hátíðleika tónlistar Tóta Guðnasonar. Kvikmyndin lætur tónlist og hljóðhönnun segja söguna á lúmskan máta sem ólíklegt er að orð samsvari.“

Endanleg ákvörðun er tekin af alþjóðlegri dómnefnd sem samanstendur af fagfólki frá Bretlandi og Evrópu. Í ár skipa dómnefndina Gaute Storaas frá Noregi sem er sigurvegari verðlaunanna ‘HARPA’ árið 2020; Harriet Moss frá Bretlandi, framkvæmdastjóri Manners McDade Artist Management LLP; Michael Aust frá Þýskalandi og hátíðarstjóri SoundTrack_Cologne & SoundTrack_Zurich; Nainita Desai einnig frá Bretlandi sem er verðlaunað kvikmynda- og margmiðlunartónskáld; og að lokum Simon Greenaway, frá Bretlandi og er varaforseti ASCAP, Membership UK/Europe.

Verðlaunin verða afhent sigurvegaranum þann 13. febrúar í Berlín á Berlinale, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín.


Tengdar fréttir

Dýrið verður fram­lag Ís­lands til Óskars­verð­launanna

Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond

Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum.

Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas

Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.