Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2021 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihluti þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 62 af hundrað og einum. Tuttugu og fjórir liggja inni á Landspítlanum og það fjölgaði á gjörgæslu yfir helgina þar sem nú eru fimm og þar af fjórir í öndunarvél. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum sem verða líklega kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun þar sem núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag. Hann telur minna svigrúm fyrir tilslakanir vegna óvissu sem fylgir omíkron afbrgiðinu. „Ég held að það setji okkur aðeins í biðstöðu. Það væri óvarlegt að fara í miklar tilslakanir og lenda svo í því að fá þetta nýja afbrigði algjörlega í bakið,“ segir Þórólfur Guðnason. Búast má við að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fari yfir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi á morgun.vísir/Vilhelm Þrettán hafa greinst með omíkron hér á landi. Þar af eru tólf bólusettir og tveir hafa auk þess fengið örvunarskammt. Þórólfur segir of fáa hafa smitast til þess að hægt sé að draga ályktanir um virkni bóluefna eða örvunarskammts gegn afbrigðinu en unnið er að rannsóknum. „Það munu væntanlega koma niðurstöður úr því um næstu helgi eða í næstu viku,“ segir Þórólfur. Enginn úr hópi þeirra sem hafa smitast af afbrigðinu hér á landi er alvarlega veikur. Þórólfur segir of snemmt að segja hvort það valdi vægari einkennum þrátt fyrir að það hafi verið í umræðunni. „Það var líka talað um delta afbrigðið þannig þegar það byrjaði. Það var líka talað um þetta þannig þegar faraldurinn byrjaði. Fyrstu dagana voru menn að velta fyrir sér hvort þetta væri nokkuð eitthvað. Svo fór þetta að koma hægt og bítandi. Þannig ég held að það sé ekki ráðlegt að vera fullyrða neitt eins og staðan er núna.“ Örvunarskammtar virðast að minnsta kosti virka almennt afar vel samkvæmt tölfræði sem hefur verið birt á vefsíðu covid. „Þar kemur glöggt í ljós að örvunarskammturinn veitir um það bil níutíu prósent meiri vernd en skammtur tvö hjá fullorðnum.“ Hér má sjá mun á nýgengni miðað við bólusetningu.covid.is Um þriðjungur þeirra sem eru nú í einangrun eru börn. Þórólfur segir sömu tölfræði sýna að grunnbólusetning þeirra veiti betri vernd en hjá fullorðnum og enn er því ekki verið skoða örvunarskammta fyrir þau. Bólusetning barna undir tólf ára aldri er hins vegar enn til skoðunar. „Við erum búin að vera ræða það við ýmsa sérfræðinga og fara í gegnum það og hvernig framkvæmdin gæti orðið. En það hefur ekkert endanlega verið ákveðið.“ Hvenær verður tekin ákvörðun? „Bara fljótlega myndi ég halda,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Meirihluti þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 62 af hundrað og einum. Tuttugu og fjórir liggja inni á Landspítlanum og það fjölgaði á gjörgæslu yfir helgina þar sem nú eru fimm og þar af fjórir í öndunarvél. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum sem verða líklega kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun þar sem núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag. Hann telur minna svigrúm fyrir tilslakanir vegna óvissu sem fylgir omíkron afbrgiðinu. „Ég held að það setji okkur aðeins í biðstöðu. Það væri óvarlegt að fara í miklar tilslakanir og lenda svo í því að fá þetta nýja afbrigði algjörlega í bakið,“ segir Þórólfur Guðnason. Búast má við að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fari yfir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi á morgun.vísir/Vilhelm Þrettán hafa greinst með omíkron hér á landi. Þar af eru tólf bólusettir og tveir hafa auk þess fengið örvunarskammt. Þórólfur segir of fáa hafa smitast til þess að hægt sé að draga ályktanir um virkni bóluefna eða örvunarskammts gegn afbrigðinu en unnið er að rannsóknum. „Það munu væntanlega koma niðurstöður úr því um næstu helgi eða í næstu viku,“ segir Þórólfur. Enginn úr hópi þeirra sem hafa smitast af afbrigðinu hér á landi er alvarlega veikur. Þórólfur segir of snemmt að segja hvort það valdi vægari einkennum þrátt fyrir að það hafi verið í umræðunni. „Það var líka talað um delta afbrigðið þannig þegar það byrjaði. Það var líka talað um þetta þannig þegar faraldurinn byrjaði. Fyrstu dagana voru menn að velta fyrir sér hvort þetta væri nokkuð eitthvað. Svo fór þetta að koma hægt og bítandi. Þannig ég held að það sé ekki ráðlegt að vera fullyrða neitt eins og staðan er núna.“ Örvunarskammtar virðast að minnsta kosti virka almennt afar vel samkvæmt tölfræði sem hefur verið birt á vefsíðu covid. „Þar kemur glöggt í ljós að örvunarskammturinn veitir um það bil níutíu prósent meiri vernd en skammtur tvö hjá fullorðnum.“ Hér má sjá mun á nýgengni miðað við bólusetningu.covid.is Um þriðjungur þeirra sem eru nú í einangrun eru börn. Þórólfur segir sömu tölfræði sýna að grunnbólusetning þeirra veiti betri vernd en hjá fullorðnum og enn er því ekki verið skoða örvunarskammta fyrir þau. Bólusetning barna undir tólf ára aldri er hins vegar enn til skoðunar. „Við erum búin að vera ræða það við ýmsa sérfræðinga og fara í gegnum það og hvernig framkvæmdin gæti orðið. En það hefur ekkert endanlega verið ákveðið.“ Hvenær verður tekin ákvörðun? „Bara fljótlega myndi ég halda,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira