Ók of nærri næsta bíl og sveigði yfir á rangan vegarhelming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2021 13:16 Frá vettvangi slyssins þann 10. júlí 2020. RNSA Karlmaður á tíræðisaldri sem lést í kjölfar umferðarslyss í Hrunamannahreppi sumarið 2020 ók bíl sínum of nálægt næsta bíl á undan. Hann gætti ekki að því þegar bíllinn á undan honum hægði á sér, ók yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys við Skeiðaveg nærri Stóru-Laxá þann 10. júlí 2020. Áreksturinn varð á fjórða tímanum í björtu og þurru veðri. Allir þrír bílarnir voru í góðu ástandi. Síðdegis umræddan föstudag ók karlmaðurinn sem lést Opel bifreið norðaustur Skeiða- og Hrunamannaveg að vegamótum við Auðsholtsveg á eftir Honda bifreið. Við gatnamótin hægði ökumaður Honda bifreiðarinnar á sér til þess að beygja til vinstri inn á Auðsholtsveg. Úr gagnstæðri átt kom á sama tíma Toyota jeppi með kerru. Þurfti ökumaður Honda bifreiðarinnar að hægja vel á sér þegar Toyota bifreiðin fór fram hjá. Skýringarmynd af slysstað. Sá sem lést ók Opel-bifreið frá árinu 2018.RNSA Sveigði ökumaður Opel bifreiðarinnar sem ekið var fyrir aftan Honda bifreiðina til vinstri yfir á rangan vegarhelming til að forða aftanákeyrslu á Honda bifreiðina. Hægra framhorn Opel bifreiðarinnar rakst á vinstra afturhorn Honda bifreiðarinnar rétt áður en harður árekstur varð á milli Toyota og Opel bifreiðanna. Vitni greindu frá að stefnuljós til vinstri hafi verið kveikt á Honda bifreiðinni rétt fyrir áreksturinn. Ummerki á vettvangi og ákomur á bifreiðunum bentu til þess að Toyota jeppinn hefði nánast farið yfir fólksbifreiðina og snúist í hálfan hring við áreksturinn. Opel bifreiðin snerist og rann aftur nokkra metra áður en hún stöðvaðist en Honda bifreiðin kastaðist fram á veginum og stöðvaðist í vegöxlinni hægra megin. Ökumaður Opel-bifreiðarinnar lést af sárum sínum tveimur til þremur vikum eftir slysið. Aðrir slösuðust ekki alvarlega. Veitti því athygli hve nálægt bílarnir voru hvor öðrum Í skýrslu nefndarinnar segir að rétt áður en áreksturinn varð hafði vitni sem ók suðvestur Skeiða- og Hrunamannaveg mætt tveimur bifreiðum sem var ekið yfir brúna yfir Stóru-Laxá. Vitnið veitti aksturslagi ökumanns Opel bifreiðarinnar, seinni bifreiðarinnar, eftirtekt sökum nálægðar milli bílanna. Vegna þessa aksturslags leit vitnið í baksýnisspegilinn og sá áreksturinn. Að sögn ökumanns Honda bifreiðarinnar veitti hann Opel bifreiðinni ekki eftirtekt fyrir áreksturinn. Frá vettvangi slyssins, séð úr suðvestri.RNSA Ökumaður Opel bifreiðarinnar, 92 ára karlmaður, hlaut mikla áverka í slysinu og lést af völdum þeirra á sjúkrahúsi þremur vikum síðar. Mikil aflögun varð inn í ökumannsrými bifreiðarinnar. Ökumenn Honda og Toyota bifreiðanna hlutu lítil meiðsli. Allir ökumennirnir voru með öryggisbelti. Rannsóknarnefndin nefnir þrjár orsakir slyssins: Ökumaður Opel bifreiðarinnar gætti ekki að Honda bifreiðinni sem var að hægja ferðina við vegamót. Ökumaður Opel bifreiðarinnar ók yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður Opel bifreiðarinnar ók of nálægt Honda bifreiðinni. Nefndin segir í ábendingum sínum að rannsóknir sýni að umferðarslys eldri ökumanna verði hlutfallslega oftar á gatna- og vegamótum en slys þeirra sem yngri eru. Ástæður þess að eldri ökumenn lendi í slysum við þessar aðstæður séu raktar til ýmissa þátta. Með aldrinum dragi úr viðbragðsflýti og hraðaskynjun og verði því erfiðara að meta og bregðast við óvæntum hættum. Aki hægar og með meiri fjarlægð „Eldri ökumenn virðast einnig þurfa að einbeita sér frekar að staðsetningu sinni á veginum en þeir sem yngri eru og kann það að draga athygli frá öðrum þáttum akstursins. Þá skerðist sjón og hreyfigeta með aldrinum,“ segir í ábendingum. „Öll þessi atriði auka hættu á mistökum við akstur um vega- og gatnamót. Rannsóknir RNSA benda eindregið til þess að til að fækka megi banaslysum eldri ökumanna í umferðinni þurfi að leggja áherslu á umfjöllun um þennan flokk slysa. Veikindi og lyfjanotkun ökumanna hafa stundum verið orsakaþáttur þessara slysa auk annarra atvika. Eldri ökumenn geta vegið upp þennan áhættuþátt með því að aka hægar og halda meiri fjarlægð milli ökutækja til þess að auka þann tíma sem þeir hafa til þess að bregðast við.“ Samgönguslys Hrunamannahreppur Eldri borgarar Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys við Skeiðaveg nærri Stóru-Laxá þann 10. júlí 2020. Áreksturinn varð á fjórða tímanum í björtu og þurru veðri. Allir þrír bílarnir voru í góðu ástandi. Síðdegis umræddan föstudag ók karlmaðurinn sem lést Opel bifreið norðaustur Skeiða- og Hrunamannaveg að vegamótum við Auðsholtsveg á eftir Honda bifreið. Við gatnamótin hægði ökumaður Honda bifreiðarinnar á sér til þess að beygja til vinstri inn á Auðsholtsveg. Úr gagnstæðri átt kom á sama tíma Toyota jeppi með kerru. Þurfti ökumaður Honda bifreiðarinnar að hægja vel á sér þegar Toyota bifreiðin fór fram hjá. Skýringarmynd af slysstað. Sá sem lést ók Opel-bifreið frá árinu 2018.RNSA Sveigði ökumaður Opel bifreiðarinnar sem ekið var fyrir aftan Honda bifreiðina til vinstri yfir á rangan vegarhelming til að forða aftanákeyrslu á Honda bifreiðina. Hægra framhorn Opel bifreiðarinnar rakst á vinstra afturhorn Honda bifreiðarinnar rétt áður en harður árekstur varð á milli Toyota og Opel bifreiðanna. Vitni greindu frá að stefnuljós til vinstri hafi verið kveikt á Honda bifreiðinni rétt fyrir áreksturinn. Ummerki á vettvangi og ákomur á bifreiðunum bentu til þess að Toyota jeppinn hefði nánast farið yfir fólksbifreiðina og snúist í hálfan hring við áreksturinn. Opel bifreiðin snerist og rann aftur nokkra metra áður en hún stöðvaðist en Honda bifreiðin kastaðist fram á veginum og stöðvaðist í vegöxlinni hægra megin. Ökumaður Opel-bifreiðarinnar lést af sárum sínum tveimur til þremur vikum eftir slysið. Aðrir slösuðust ekki alvarlega. Veitti því athygli hve nálægt bílarnir voru hvor öðrum Í skýrslu nefndarinnar segir að rétt áður en áreksturinn varð hafði vitni sem ók suðvestur Skeiða- og Hrunamannaveg mætt tveimur bifreiðum sem var ekið yfir brúna yfir Stóru-Laxá. Vitnið veitti aksturslagi ökumanns Opel bifreiðarinnar, seinni bifreiðarinnar, eftirtekt sökum nálægðar milli bílanna. Vegna þessa aksturslags leit vitnið í baksýnisspegilinn og sá áreksturinn. Að sögn ökumanns Honda bifreiðarinnar veitti hann Opel bifreiðinni ekki eftirtekt fyrir áreksturinn. Frá vettvangi slyssins, séð úr suðvestri.RNSA Ökumaður Opel bifreiðarinnar, 92 ára karlmaður, hlaut mikla áverka í slysinu og lést af völdum þeirra á sjúkrahúsi þremur vikum síðar. Mikil aflögun varð inn í ökumannsrými bifreiðarinnar. Ökumenn Honda og Toyota bifreiðanna hlutu lítil meiðsli. Allir ökumennirnir voru með öryggisbelti. Rannsóknarnefndin nefnir þrjár orsakir slyssins: Ökumaður Opel bifreiðarinnar gætti ekki að Honda bifreiðinni sem var að hægja ferðina við vegamót. Ökumaður Opel bifreiðarinnar ók yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður Opel bifreiðarinnar ók of nálægt Honda bifreiðinni. Nefndin segir í ábendingum sínum að rannsóknir sýni að umferðarslys eldri ökumanna verði hlutfallslega oftar á gatna- og vegamótum en slys þeirra sem yngri eru. Ástæður þess að eldri ökumenn lendi í slysum við þessar aðstæður séu raktar til ýmissa þátta. Með aldrinum dragi úr viðbragðsflýti og hraðaskynjun og verði því erfiðara að meta og bregðast við óvæntum hættum. Aki hægar og með meiri fjarlægð „Eldri ökumenn virðast einnig þurfa að einbeita sér frekar að staðsetningu sinni á veginum en þeir sem yngri eru og kann það að draga athygli frá öðrum þáttum akstursins. Þá skerðist sjón og hreyfigeta með aldrinum,“ segir í ábendingum. „Öll þessi atriði auka hættu á mistökum við akstur um vega- og gatnamót. Rannsóknir RNSA benda eindregið til þess að til að fækka megi banaslysum eldri ökumanna í umferðinni þurfi að leggja áherslu á umfjöllun um þennan flokk slysa. Veikindi og lyfjanotkun ökumanna hafa stundum verið orsakaþáttur þessara slysa auk annarra atvika. Eldri ökumenn geta vegið upp þennan áhættuþátt með því að aka hægar og halda meiri fjarlægð milli ökutækja til þess að auka þann tíma sem þeir hafa til þess að bregðast við.“
Samgönguslys Hrunamannahreppur Eldri borgarar Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira