Umboðsmaður barna krefur Strætó um svör vegna verðhækkana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2021 20:03 Verð á árskorti fyrir ungmenni á aldrinum 11-17 ára hækkaði nýverið um 60 prósent . Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent forsvarsmönnum Strætó bs. bréf þar sem krafist er ýmissa svara í tengslum við nýlega verðhækkun á árskorti ungmenna. Samhliða innleiðingu á nýju rafrænu greiðslukerfinu Klapp voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Þær fela meðal annars í sér að verð á árskorti ungmenna á aldrinum 12-17 ára hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, sem er 60 prósent hækkun. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er gagnrýnin á þessa hækkun í bréfi sem sent var til Strætó bs vegna hækkunarinnar. Segir hún óskiljanlegt að börn sem eru tólf ára og eldri njóti ekki meiri afsláttur en nú er gert ráð fyrir. Í bréfinu, sem lesa má hér, vísar hún í eigendastefnu Strætó bs., þar sem meðal annars kemur fram að Þjónustusýn Strætó bs. byggist á því að íbúar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.” Salvör Nordal er umboðsmaður barna.Vísir/Vilhelm Bendir hún á að börn á þessum aldri séu ekki með bílpróf. „Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um það hvort Strætó bs., ætli sér að ná áðurnefndum markmiðum í eigendastefnunni, um að sjá til þess að þeir sem hafi val um samgöngumáta, velji samt sem áður strætó sem hagkvæman kost, með því að hækka gjöld á árskortum fyrir þann hóp, sem ekki hefur val um að nota einkabíl, þ.e. ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára.“ Áhyggjufullir foreldrar Þá kemur fram í bréfinu að foreldrar hafi leitað til umboðsmanns vegna málsins, þar á meðal af öryrkja sem er með þrjú börn á framfæri. „Var embættinu bentá þá staðreynd að fyrir þrjú árskort í strætó fyrir ungmenni, þarf viðkomandi foreldri að reiða af hendi 120.000 kr., sem er óviðráðanlegt og ljóst er að margir foreldrar eru í sömu stöðu, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum g foreldrar utan vinnumarkaðar.“ Vísar umboðsmaður í að sveitarfélögin sem eigi Strætó bs. beri að virða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð krafa um að allar ákvarðanir er varði börn, byggi á því sem þeim sé fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum og áhrifum þeirra ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Áhyggjufullir foreldrar hafa leitað til Umboðsmanns barna.Vísir/Vilhelm Því krefur umboðsmaður stjórn og framkvæmdastjórn Strætó bs. um það hvernig viðkomandi aðilar telji umrædda hækkun samrýmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á áhrif þessar ákvörðunar á börn. „Umboðsmaður barna óskar einnig eftir skýringum stjórnar Strætó bs. á því hvernig stjórnarmenn sem þar sitja sem fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, rökstyðja umrædda hækkun á nauðsynlegri þjónustu við börn í sveitarfélögum sem samkvæmt yfirlýsingum umræddra sveitarfélaga eru barnvæn. Ber hér sérstaklega til þess að líta að umrædd sveitarfélög hafa nú þegar fengið formlega viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélögeða eru í slíku viðurkenningarferli.“ Stjórnsýsla Börn og uppeldi Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samhliða innleiðingu á nýju rafrænu greiðslukerfinu Klapp voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Þær fela meðal annars í sér að verð á árskorti ungmenna á aldrinum 12-17 ára hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, sem er 60 prósent hækkun. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er gagnrýnin á þessa hækkun í bréfi sem sent var til Strætó bs vegna hækkunarinnar. Segir hún óskiljanlegt að börn sem eru tólf ára og eldri njóti ekki meiri afsláttur en nú er gert ráð fyrir. Í bréfinu, sem lesa má hér, vísar hún í eigendastefnu Strætó bs., þar sem meðal annars kemur fram að Þjónustusýn Strætó bs. byggist á því að íbúar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.” Salvör Nordal er umboðsmaður barna.Vísir/Vilhelm Bendir hún á að börn á þessum aldri séu ekki með bílpróf. „Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um það hvort Strætó bs., ætli sér að ná áðurnefndum markmiðum í eigendastefnunni, um að sjá til þess að þeir sem hafi val um samgöngumáta, velji samt sem áður strætó sem hagkvæman kost, með því að hækka gjöld á árskortum fyrir þann hóp, sem ekki hefur val um að nota einkabíl, þ.e. ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára.“ Áhyggjufullir foreldrar Þá kemur fram í bréfinu að foreldrar hafi leitað til umboðsmanns vegna málsins, þar á meðal af öryrkja sem er með þrjú börn á framfæri. „Var embættinu bentá þá staðreynd að fyrir þrjú árskort í strætó fyrir ungmenni, þarf viðkomandi foreldri að reiða af hendi 120.000 kr., sem er óviðráðanlegt og ljóst er að margir foreldrar eru í sömu stöðu, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum g foreldrar utan vinnumarkaðar.“ Vísar umboðsmaður í að sveitarfélögin sem eigi Strætó bs. beri að virða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð krafa um að allar ákvarðanir er varði börn, byggi á því sem þeim sé fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum og áhrifum þeirra ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Áhyggjufullir foreldrar hafa leitað til Umboðsmanns barna.Vísir/Vilhelm Því krefur umboðsmaður stjórn og framkvæmdastjórn Strætó bs. um það hvernig viðkomandi aðilar telji umrædda hækkun samrýmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á áhrif þessar ákvörðunar á börn. „Umboðsmaður barna óskar einnig eftir skýringum stjórnar Strætó bs. á því hvernig stjórnarmenn sem þar sitja sem fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, rökstyðja umrædda hækkun á nauðsynlegri þjónustu við börn í sveitarfélögum sem samkvæmt yfirlýsingum umræddra sveitarfélaga eru barnvæn. Ber hér sérstaklega til þess að líta að umrædd sveitarfélög hafa nú þegar fengið formlega viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélögeða eru í slíku viðurkenningarferli.“
Stjórnsýsla Börn og uppeldi Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01
Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00