Bellingham lét dómara leiksins, Felix Zwayer, heyra það í viðtali eftir leik þar sem hann meðal annars sagði að sér þætti það skrítið að dómari sem hafi áður svindlað sé settur á stærsta leik ársins í þýskalandi.
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur þýska lögreglan nú hafið rannsókn á ummælum Bellingham, en leikmaðurinn var að vitna í atvik frá árinu 2005 þar sem Zwayer var settur í mánaðarlangt bann af þýska knattspyrnusambandinu eftir að upp komst um hagræðingu úrslita.
Málið hefur verið sent áfram á saksóknara í Dortmund sem mun taka ákvörðun um það hvort að ákæra á hendur Bellingham verði lögð fram. Búist er við því að ákvörðun um það verði tekin síðar í vikunni.
German police are investigating Jude Bellingham's comments on referee Felix Zwayer after Borussia Dortmund's loss to Bayern Munich, Sky in Germany have been told.
— Sky Sports (@SkySports) December 7, 2021