Liverpool slökkti í vonum AC Milan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 22:01 Mohamed Salah fagnar eftir að skora fyrra mark Liverpool í kvöld. Piero Cruciatti/Anadolu Agency via Getty Images Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. AC Milan þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga von um að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, og þeir komust yfir eftir tæplega hálftíma leik með marki frá Fikayo Tomori. Mohamed Salah jafnaði metin fyrir Liverpool á 36. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Alex Oxlade-Chamberlain og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir tóku svo forystuna á 55. mínútu með marki frá Divock Origi. Fikayo Tomori gerðist þá sekur um slæm mistök þegar hann missti boltann á hættulegum stað, Sadio Mané komst í gott færi, en Mike Maignan varði í marki AC Milan. Í þetta skipti barst boltinn til Origi sem skallaði boltann í netið. ekki urðu mörkin fleiri og 2-1 sigur Liverpool því staðreynd. Liðið endar með fullt hús stiga í erfiðum B-riðli, en AC Milan hefur lokið keppni í Evrópu þar sem að liðið endar í fjórða og neðsta sæti riðilsins með fjögur stig. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. AC Milan þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga von um að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, og þeir komust yfir eftir tæplega hálftíma leik með marki frá Fikayo Tomori. Mohamed Salah jafnaði metin fyrir Liverpool á 36. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Alex Oxlade-Chamberlain og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir tóku svo forystuna á 55. mínútu með marki frá Divock Origi. Fikayo Tomori gerðist þá sekur um slæm mistök þegar hann missti boltann á hættulegum stað, Sadio Mané komst í gott færi, en Mike Maignan varði í marki AC Milan. Í þetta skipti barst boltinn til Origi sem skallaði boltann í netið. ekki urðu mörkin fleiri og 2-1 sigur Liverpool því staðreynd. Liðið endar með fullt hús stiga í erfiðum B-riðli, en AC Milan hefur lokið keppni í Evrópu þar sem að liðið endar í fjórða og neðsta sæti riðilsins með fjögur stig. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti