Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli

Marco Asensio skoraði glæsilegt mark fyrir Real Madrid í kvöld.
Marco Asensio skoraði glæsilegt mark fyrir Real Madrid í kvöld. Angel Martinez/Getty Images

Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Toni Kroos kom Madrídingum yfir á 17. mínútu með fallegu skoti fyrir utan teig sem Samir Handanovic réð ekki við.

Stðana var því 1-0 í hálfleik, en gestirnir frá Mílanó gerðu sér erfitt fyrir þegar Nicolo Barella fékk að líta rauða spjaldið. Barella lét þá skapið hlaupa með sig í gönur, en hann sló til Eder Militao eftir að sá síðarnefndi hafði brotið á honum.

Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og á 79. mínútu smellti Marco Asensio boltanum í stöngina og inn frá vítateigshorninu og tvöfaldaði forystu Madrídinga. Asensio hafði komið inn á sem varamaður rétt um mínútu áður.

Lokatölur urðu því 2-0 og Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli. Liðið endaði með 15 stig, fimm stigum meira en Inter sem hafnaði í öðru sæti.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira