Lífið

Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Linda og Hrefna hafa verið Skoppa og Skrítla í hátt í tvo áratugi.
Linda og Hrefna hafa verið Skoppa og Skrítla í hátt í tvo áratugi.

Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin.

Planið var aldrei að starfa við það að búa til barnaefni. Eva Laufey hitti Hrefnu og Lindu í Íslandi í dag í gærkvöld og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði og hvað það er sem þær taka með sér eftir átján ár sem Skoppa og Skrítla.

„Nafnið átti einhvern veginn að tóna og vera létt. Hopp og skopp og svo kom Skrítla með,“ segir Linda.

„Á meðan við erum að ala upp börnin okkar og sjá hvað þau eru að upplifa koma svo margar hugmyndir,“ segir Lind.

Skoppa og Skrítla njóta mikilla vinsælda hér á landi hjá börnum landsins. 

„Þetta er búið að haldast svo rosalega í hendur. Þeirra upplifanir speglast yfir á okkur og við að reyna sjá heiminn með þeirra augum. Það hefur alltaf verið útgangspunkturinn, að kynna heiminn á sem jákvæðasta hátt. Við erum alltaf með glasið hálffullt, við erum aldrei með það hálftómt,“ segir Hrefna og heldur áfram.

„Að búa til barnaefni er svo rosalega ábyrgðarfullt starf. Hvað viljum við segja, því það hlýtur að hafa gríðarleg áhrif það sem þau eru að horfa á á hverjum degi og oft á dag.“

„Lykillinn að ná til barna er að vera heiðarlegur fyrst og fremst og hlusta á þau, hvað þau vilja heyra og sjá,“ segir Linda.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×