Hagkerfið stendur og fellur með flutningskerfinu Jón Skafti Gestsson skrifar 8. desember 2021 10:31 Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar