Listamaður lagði Reykjavíkurborg í deilu um myndband sem ekki var greitt fyrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 16:44 Heimildarmyndin kom út árið 2016 og fjallar um hóp sjómanna sem vinnur í tvo daga til að tæma drekkhlaðinn frystitogara í gömlu höfninni í Reykjavík í 35 stiga frosti. Hulda Rós/Karolinafund.com Listamaðurinn Hulda Rós Guðnadóttir lagði Reykjavíkurborg í Héraðsdómi Reykjavíkur í deilu um myndefni í eigu Huldu sem notað hafði verið af borginni á sýningu á Sjóminjasfaninu. Borgin hafði ekki greitt fyrir afnot af myndefninu. Umrætt þriggja mínútna myndbrot er úr heimildarmyndinni Keep Frozen, sem Hulda skrifaði og leikstýrði. Auk hennar voru Hinrik Þór Svavarsson og Helga Rakel Rafnsdóttir handritshöfundar myndarinnar. Myndin kom út árið 2016 en var frá árinu 2018 notuð í sýningu Sjóminjasafnsins, og notuð þar í tvö ár. Fram kemur í dómnum að einhverjar viðræður höfðu átt sér stað á milli Helgu Rakelar, handritshöfundar og framleiðanda myndarinnar, og Sagafilm, verktaka fyrir Reykjavíkurborg um kaup á myndefninu. Þá hafði starfsmaður Reykjavíkurborgar verið í samskiptum við Helgu Rakel um afnot af myndefninu. Hafði starfsmaðurinn sent Helgu tölvupóst í júlí 2018, mánuði eftir að sýningin á Sjóminjasafninu opnaði, þar sem um væri að ræða tíu ára samning um notkunarrétt á myndefninu. Taldi myndefnið ekki í notkun þar sem engir samningar voru gerðir Samningar um greiðslur fyrir myndefnið og eiginlega staðfestingu á notkunarrétti Reykjavíkurborgar lágu þó aldrei fyrir. Segir Hulda Rós í stefnunni að hún hafi ekki verið meðvitun um notkun Sjóminjasafnsins á myndefninu fyrr en í mars 2020. Hún og Helga Rakel hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og Sagafilm „fyrir löngu síðan“ en síðan hafi Sjóminjasambandið ekki haft samband til að klára að semja um greiðslu. Þær hafi ekki vitað af því að myndefnið hafi verið nýtt enda hafi þær aldrei heyrt meira frá borginni um málið. Myndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, fékk umboð frá aðstandendum myndarinnar til að semja við Reykjavíkurborg um sáttgreiðslur og var sent sáttatilboð til borgarinnar í maí í fyrra um greiðslu 600 þúsund króna til að ganga frá málinu, sem borgin hafnaði. Miðaði Myndstef þar við opinbera gjaldskrá Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa ekki samþykkt sáttaboðið greiddi borgin félaginu Dóttirdóttir, í eigu Huldu Rósar, 158 þúsund krónur. Stefndi Hulda borginni þegar tilraunir til sátta báru ekki árangur. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg skyldi greiða Huldu Rós 350 þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Umrætt þriggja mínútna myndbrot er úr heimildarmyndinni Keep Frozen, sem Hulda skrifaði og leikstýrði. Auk hennar voru Hinrik Þór Svavarsson og Helga Rakel Rafnsdóttir handritshöfundar myndarinnar. Myndin kom út árið 2016 en var frá árinu 2018 notuð í sýningu Sjóminjasafnsins, og notuð þar í tvö ár. Fram kemur í dómnum að einhverjar viðræður höfðu átt sér stað á milli Helgu Rakelar, handritshöfundar og framleiðanda myndarinnar, og Sagafilm, verktaka fyrir Reykjavíkurborg um kaup á myndefninu. Þá hafði starfsmaður Reykjavíkurborgar verið í samskiptum við Helgu Rakel um afnot af myndefninu. Hafði starfsmaðurinn sent Helgu tölvupóst í júlí 2018, mánuði eftir að sýningin á Sjóminjasafninu opnaði, þar sem um væri að ræða tíu ára samning um notkunarrétt á myndefninu. Taldi myndefnið ekki í notkun þar sem engir samningar voru gerðir Samningar um greiðslur fyrir myndefnið og eiginlega staðfestingu á notkunarrétti Reykjavíkurborgar lágu þó aldrei fyrir. Segir Hulda Rós í stefnunni að hún hafi ekki verið meðvitun um notkun Sjóminjasafnsins á myndefninu fyrr en í mars 2020. Hún og Helga Rakel hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og Sagafilm „fyrir löngu síðan“ en síðan hafi Sjóminjasambandið ekki haft samband til að klára að semja um greiðslu. Þær hafi ekki vitað af því að myndefnið hafi verið nýtt enda hafi þær aldrei heyrt meira frá borginni um málið. Myndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, fékk umboð frá aðstandendum myndarinnar til að semja við Reykjavíkurborg um sáttgreiðslur og var sent sáttatilboð til borgarinnar í maí í fyrra um greiðslu 600 þúsund króna til að ganga frá málinu, sem borgin hafnaði. Miðaði Myndstef þar við opinbera gjaldskrá Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa ekki samþykkt sáttaboðið greiddi borgin félaginu Dóttirdóttir, í eigu Huldu Rósar, 158 þúsund krónur. Stefndi Hulda borginni þegar tilraunir til sátta báru ekki árangur. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg skyldi greiða Huldu Rós 350 þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira